Læknaneminn - 01.10.2002, Blaðsíða 48

Læknaneminn - 01.10.2002, Blaðsíða 48
gönguna samanborið við börn 45 mæðra sem ekki reyktigj Viðmiðin voru einnig valin með tilliti til með- göngulengdar. I naflastrengsblóði voru mældir þættir sem gefa til kynna nýlega súrefnisþurrð (sýrustig, mjólkursýra, “base excess”, erythropoietin, nor- moblastar), langvarandi súrefnisþurrð (magn blóð- rauða), næringarástand (pre-albúmín, albúmín, kól- esteról, tríglýseríðar, glúkósi) og vaxtarþættir (insúlín, insúlín-líkur-vaxtarþáttur-l (IGF-I) og IGF bindi- prótein3). Niðurstöður: Börn reykingamæðra voru vaxtarskert samanborið við viðmiðunarhóp (þyngd 3442g+102g/3804g+69g, p= 0,03; lengd 50,7cm+0,5cm/5l,9cm+0,25cm, p=0,02; höfuðum- mál 34,8cm+0,3cm/35,71cm+0,2cm, p=0,004). Börn reykingarmæðra voru með hærri þéttni blóðrauða (166,5+8,2/153,6+2,Og/L, p<0.001), en ekki aukin merki nýlegrar súrefnisþurrðar. Ekki var marktækur munur á næringarástandi barnanna. IGF-I og 1GFBP3 mældist lægra hjá börnum reykingarmæðra. Munur- inn var þó ekki tölfræðilega marktækur, en ekki er enn búið að mæla nema þriðjung sýna. Alyktanir: Reykingar á meðgöngu valda samhverfri vaxtarskerðingu hjá fóstrinu. Súrefnisflutningur skerðist nægilega til þess að fóstrið bregst við með aukinni framleiðslu blóðrauða, sem eykur súrefnis- flutningsgetu blóðsins. Reykingar virðast hinsvegar ekki auka súrefnisþurrð í fæðingu. Næringarástand barnanna skýrir ekki vaxtarskerðinguna. Bráðabirgða- niðurstöður benda til þess að vaxtaskerðingin geti skýrst af minnkaðri framleiðslu IGF-I og IGFBP3. Miðeyrnabólgur í rottum Rakel Sif Guðmundsdóttir1’, Ann Hermansson2’, Karl G. Kristinsson3|,Anna Björk Magnúsdóttir'", Ingileif Jónsdóttir5’, Hannes Petersen61. "Háskóli íslands, læknadeild, 2,Háskólasjúkrahúsið í Lundi, Svfþjóð, háls- nef- og eyrnadeild, 3)LSH Hringbraut, sýklafræðideild, "Háskólasjúkrahúsið Lundi, Svíþjóð, háls- nef- og eyrnadeild, 5|LSH Hringbraut, ónæmisfræðideild, 6,LSH Fossvogi, háls- nef- og eyrnadeild Inngangur: Miðeyrnabólgur af völdum baktería eru algengar í börnum og hafa um 70% barna fengið a.m.k. eina slíka sýkingu við fjögurra ára aldur. Steptococcus Pneumonia er sú baktería sem oftast veldur miðeyrnabólgum en að auki hefur verið sýnt fram á að sýkingar af völdum þeirrar bakteríu valda einnig alvarlegustu fylgikvillunum. Dýramódel þykja góð til rannsókna á miðeyrnabólgum f.o.f. af siðfræði- legum ástæðum og einnig því að möguleiki er á strangri stöðlun tilraunaaðstæðna. Við greiningu á miðeyrnabólgum er mikilvægt að fá sem gleggsta mynd af hljóðhimnu enda er huglægt mat og niður- staða þess er greinir byggð á þeirri rnynd. Því er mik- ilvægt að myndgreiningartækið gefi góða mynd af þeinr þáttum sem leitast er við að skoða og þykir eyrnasmásjáin best. Efniviður og aðferðir: Fjörtíu karlkyns Spraque Dewly rottur voru sýktar með Steptococcus Pneumonia, hjúpgerð 6B þannig að í svæfingu var framkölluð aðgerð þar sem farið var inn, kviðlægt í miðlínu háls, á bulla temporalis sem bungar niður úr miðeyra rottunar, á hana var gert gat og í hana spraut- að 0,1 ml af bakteríulausn, í styrknum 1-4x106. Fjór- um vikum fyrir sýkingu voru 22 rottanna bólusettar með bóluefninu Prevnar. Rotturnar voru síðan skoðað- ar á 2, 4, 6, 8 og 10 degi sýkingar með smásjá og var útlit hljóðhimnunar stigað m.t.t. vökva og æðateiknar sem eru helstu merki miðeyrnasýkingar. A 4. degi sýkingar voru bólusettu rotturnar skoðaðar af þremur aðilum, einum sérfræðingi í háls- nef- og eyrnasér- fræðingi og tveimur 4. árs læknanemum, með þremur mismunandi greiningartækjum, eyrnasmásjá, otoscopi og stafrænni eyrnasjá, til að meta greiningargetu og samræmi þeirra. Allir aðilar skoðuðu allar rotturnar með öllum tækjunum þremur. Fjórði aðili deildi út rottum og sá um að skrá niður stigun þannig að at- hugendur vissu aldrei hvaða rottu þeir voru að skoða hverju sinni. Niðurstöður: Allar rotturnar sýktust, bólusettar og óbólusettarl) . Af óbólusettu rottunum höfðu 87,5% (14/16) fengið sýkingu með purulent vökva á degi 2. A degi 10 voru 43% (6/14) lausar við sýkingu en pur- ulent vökvi enn til staðar hjá 28%(4/14). Ein rotta sýndi einkenni systemiskrar sýkingar og dó á 6. degi. Mest samræmi var á milli skoðunar á hljóðhimnum, með mismunandi greiningartækjum, hjá reyndasta að- ilanum og í samanburði skoðunar reyndra og óreyndra aðila var mest samræmi á milli þeirra þegar notuð var smásjá við skoðunina. Alyktun: Dýramódel það sem notað var í þessari rannsókn reynist vel til framköllunar á stýrðum ntið- eyrnabólgum í rottum þar sem markmiðið var að fjöldi sýktra væri í hámarki og fjöldi dauðra í lágmarki. All- ar rotturnar reyndust sýkjast og aðeins ein drapst fyrir lok rannsóknarinnar. Samanburður myndgreiningar- tækjanna sýndi fram á að óreyndir athugendur geta metið hljóðhinrnubreytingar af nokkurri nákvæmni ef nryndgæði greiningartækis eru góð. Það sýnir sig hins 46

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.