Læknaneminn - 01.10.2002, Blaðsíða 29

Læknaneminn - 01.10.2002, Blaðsíða 29
an kom í ljós að þar var um samskiptaörðugleika milli læknanema og starfsfólks Landspítala að ræða. Læknanemar eiga enn kost á bólusetningum og stjórn mælir eindregið með því að þeir nýti sér það til að bólusetningarnar falli ekki niður. Læknaneniar til Malaví Það kom inn á borð deildarforseta á haustönn að til boða stóð að senda 2 læknanema til Malaví vatns í rannsóknartengt verknám við sjúkrahús sem Sam- vinnuþróunarstofnun Islands er að smíða þar. Viðræð- ur hófúst við Samvinnuþróunarstofnun og íslenskan lækni sem starfar við sjúkrahúsið og varð úr að næsta sumar munu 2 læknanemar sem lokið hafa 4. ári lík- lega eiga kost á að fara þangað næsta sumar og fá vinnu sína þar metna sem 4. árs verkefni. Islenska rík- ið mun greiða kostnað við uppihald, bólusetningar og ferðakostnað auk lágmarkslauna. Alþjóðanefnd Stúdentaskipti Fjórtán íslenskir læknanemar fóru utan á vegum nefndarinnar sumarið 2001. Farið var til Slóvakíu, Spánar, Grikklands og Tyrklands. Við tókum síðan á móti yfir 20 erlendum stúdentum í júlí og ágúst og sáum þeim fyrir fæði, húsnæði, kennslu og ferðalög- um út úr bænurn um helgar. Sumarstarfið var sem fyrr í samstarfi við alþjóðafélög annarra deilda, þ.e. AIES- EC (viðskiptafræði), ELSA (lögfræði) og IAESTE (verkfræði- og raunvísindadeild). Nafnabreytingar Vegna þess marghliða hlutverks sem nefndin gegnir í samskiptum við Alþjóðasamtök Læknanenta (- IFMSA) var ákveðið að réttara væri að kalla hana Al- þjóðanefnd en Stúdentaskiptanefnd (eins og gert hef- ur verið hingað til). Var þetta samþykkt á aðalfundi Félags Læknanema vorið 2001. Afmælisráðstefna IFMSA 2001 Nefndin sendi 6 fulltrúa á ráðstefnu sem haldin var í Alaborg í Danmörku í ágúst s.l. í tilefni af 50 ára af- mæli IFMSA. Þessir fulltrúar voru: Helga Eyjólfsdótt- ir, Ólöf Viktorsdóttir, Steinunn Þórðardóttir, Sigur- björg Sigurjónsdóttir, Kristín Jónsdóttir og Þorgerður Guðmundsdóttir. Var ráðstefnan einstaklega vel heppnuð og gagnleg fyrir íslensku sendinefndina. Marsfundur IFMSA 2002 Sendir voru tveir fulltrúar á ráðstefnu IFMSA í Kopa- onik í Júgóslavíu nú í mars. Þeir voru Hulda Rósa Þór- arinsdóttir og Sigurbjörg Sigurjónsdóttir. í Júgóslavíu var gcngið frá stúdentaskiptasamningum fyrir næsta sumar og ætla fjórir Islendingar út og yfir 20 útlend- ingar koma hingað. Sjálfstæðismál Nú hefur verið stefnt að því í nokkurn tíma að nefnd- in verði sjálfstætt félag, óháð Félagi Læknanema. A- stæða þessa er sú að sem sjálfstætt félag hefur nefnd- in rétt á meiri fjárveitingum en ella, m.a. úr Stúdenta- sjóði, og framlög til hennar skerðast ekki lengur í réttu hlutfalli við þá styrki sem FL hlýtur til annarrar starf- semi. Nefndin mun að sjálfsögðu vera áfram í nánu samstarfi við FL eftir breytinguna. Þessi tillaga mun verða lögð fyrir aðalfund FL þann 23. apríl 2002 og ný lög nefndarinnar kynnt. Samstarf við Forvarnarstarfið Náðst hefur ágætis samstarf við Forvarnarstarf lækna- nema og er það von okkar að það muni eflast í fram- tíðinni. Hugmyndin að forvarnarstarfinu varð til á norrænni IFMSA ráðstefnu og eru svipuð verkefni í gangi víðs vegar um heim sem gott er að deila reynslu sinni með. Fulltrúar Forvarnarstarfsins sóttu ráðstefnu IFMSA í Júgóslavíu í mars og norrænu ráðstefnuna í apríl. Framtíðaráform Aðaláherslan verður lögð á að efla fleiri þætti alþjóða- samstarfsins en stúdentaskiptin. Á ráðstefnum IFMSA er unnið í mörgum undirnefndum sem taka á ýmsum áhuga- og baráttumálum læknanema um allan heim. Vonir standa til að íslenskir læknanemar geti verið virkir og haft áhrif á sem flestum sviðum þessa starfs. Til þess að þetta geti orðið að veruleika er nauðsynlegt að fá sem flesta áhugamenn um alþjóðasamstarf til Iiðs við okkur. Fulltrúaráð Síðastliðinn vetur hafa verið haldnar þónokkrar skemmtanir á vegum Félags læknanema. Samtals var farið í 6 vísindaferðir í boði ýmissa fyrirtækja. Auk þess var sú hefð að fara í haustferð á vegum félagsins tekin upp á ný eftir nokkurra ára hlé. Læknanemar þáðu tvisvar boð um bjórkvöld frá öðrum deildum og héldu í jólaball í desember í samvinnu við önnur nem- endafélög. Annað árið stóð svo fyrir glæsilegu jólaglöggi í upphitunarskyni fyrir ballið. í febrúar var svo árshátíð félagsins haldin. Fulltrúaráð varð fyrir smávægilegum bókunarvandræðum og neyddist til að flytja árshátíöina á Hótel sögu með aðeins nokkurra daga fyrirvara. Engu að síður fór allt vel fram og skemmtunin tókst framar vonum. Fulltrúaráð þakkar samnemendum fyrir góðar samverustundir á árinu. Kennslu- og fræðsluráð Fræðslufundir. Haldnir voru nokkrir fræðslufundir sl. vetur, m.a. um áfallahjálp eftir atburðina í NY 11. september, sam- kynhneigð, HIV og alnæmi (í samstarfi við forvarnar- starO og fleira. Seta á fundum. Fulltrúar frá nefndinni sátu í hinum ýmsu ráðum á vegum Læknadeildar og nemenda: Kennsluráð, 2 fiulltrúar: Umræðan hefurað mestu snúist um inntökupróf, mik- il orka fór í þetta mál sl. vetur og að lokum ákveðið að 27

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.