Læknaneminn - 01.10.2002, Blaðsíða 40

Læknaneminn - 01.10.2002, Blaðsíða 40
lagðir fyrir spurningalistar þar sem farið var yfir astma- og ofnæmiseinkenni og umhverfisaðstæður og áhættuþættir skoðaðir. Niðurstöður: Niðurstöður rannsóknarinnar gefa vís- bendingar unt að klínísk einkenni astma og ofnæmis séu jafn algeng hjá báðum hópum. Ekki er um mark- tækan mun að ræða á hópunum vegna fárra þátttak- enda. Umhverfisþættir eru sambærilegir. Helstimun- ur á hópunum sem kom fram er tíðni jákvæðs pikk of- næmisprófs, eða 46% hjá ættleiddu börnunum á móti 15% hjá þeim sem fædd eru á íslandi. Haldið verður áfram með rannsóknina til að auka íjölda í hópunum og auka þar með styrk rannsóknarinnar svo niðurstöð- ur verði marktækar. Alyktun: Rannsóknin styður ekki kenningar um að umhverfisþættir á meðgöngu og fyrstu mánuðum hafi grundvallaráhrif á hvort barn þróar með sér astma eða ofnæmissjúkdóma. Líklegra er að um lengra ferli sé að ræða sem gengið getur í báðar áttir og jafnvægi þar á milli breyst. Afdrif barna sem fengu flog án hita á fyrsta æviári á íslandi á árunum 1982-2000. Ingibjörg Hilmarsdótlir", Pétur Lúðvígsson2|. " Læknadeild Háskóla íslands,21 Barnaspítali Hringsins. Inngangur: Ekki er ljóst hvort flog á fyrsta aldursári hafi skaðteg áhrif á taugaþroska eða ekki. Faralds- fræðilegar rannsóknir þykja benda til þess að horfur barna eftir slík flog tengist fyrst og fremst orsökum floganna, en slíkar rannsóknir eru enn fáar. Markmið rannsóknarinnar var því að skýra hvort flog án hita á fyrsta æviári hefðu í för með sér sjálfstæða áhættu á þroska- og/eða hegðunarfrávikum. Efniviður og aðferðir: Leitað var að öllum börnum sem sannanlega fengu flog án liita á fyrsta aldursári í sjúklingaskrám Landspítala Háskólasjúkrahúss, Landakotsspítala og Fjórðungssjúkrahússins á Akur- eyri. Foreldrar svöruðu spurningalista um tauga- þroska og börn sem reyndust hafa frávik voru skoðuð af rannsakendum eða staðfestingar leitað í síma. Nið- urstöður: Leitin gaf 357 börn og reyndust 112 hafa haft flog án liita samkvæmt upplýsingum í sjúkra- skrám. Frá þeim drógust 10 vegna viðbótarupplýs- inga, búsetu erlendis eða vegna þess að þau voru lát- in. Alls 85 samþykktu þátttöku (83,3%). Þarafhöfðu 76 ekki greinst með þroskafrávik fyrir fyrsta flog, en 13 þeirra (17,1 %) reyndust hafa þroskafrávik nú. Þrjú voru greindarskert (3,9%), 1 hafði heilalömun (1,3%), eitt hafði einhverfu (1,3%) og 8 höfðu væg þroskafrá- vik (10,5%). Ályktun: Niðurstöður sýna að þroskafrávik meðal barna sem ekki höfðu þekkt frávik fyrir fyrsta flog eru nokkuð tíðari en í almennu þýði. Þetta gæti bent til þess að flog á fyrsta ári auki áhættuna á þroskafrávik- um. Þar sem niðurstöðurnar eru ekki marktækar verð- ur þó ekki fullyrt hvort flog án hita á fyrsta æviári hafi í för með sér sjálfstæða áhættu á þroska og/eða hegð- unarfrávikum eða ekki. Samanburður á mismunandi mæliaðferðum á blóðþéttni kalkkirtlahormóns (PTH) og tengsl við beinumsetningarvísa og beinþéttni. Jakob Pétur Jóhannesson", Ólafur Skúli Indriðason21, Gunnar Sigurðsson21 og Leifur Franzson21 11 Læknadeild HÍ21 Landspítali háskólasjúkrahús Fossvogi Inngangur: Kalkkirtlahormón (PTH) er 84 amínó- sýru langt pcptíð sem stjórnar miklu í kalk- og bein- efnaskiptum líkamans. Þær mæliaðferðir sem nú eru notaðar nema ekki aðeins virka form PTH (1-84) heldur einnig stór niðurbrotsefni þess (helst 7-84). Ný aðferð hefur verið þróuð sem talin er að mæli ein- göngu virka formið. Tilgangur þessarar rannsóknar var að bera santan aðferðirnar í stórum hópi heil- brigðra einstaklinga. Efniviður og aðferðir: Gögn voru notuð frá 746 ein- staklingum á aldrinum 40-85 ára úr framvirkri rann- sókn á aldursbundnum breytingum á kalk- og beina- búskap sem nú stendur yfir. Allir skiluðu blóð- og þvagprufu, fóru í DEXA mælingu af hrygg og mjöðm og svöruðu spurningalista um heilsufar og lyljanotk- un. Valdir voru 453 einstaklingar, 244 konur og 209 karlar, sem ekki voru á lyljum sem hafa áhrif á kalk- búskap. Innbyrðis fylgni og samræmi rannsóknarað- ferðanna var könnuð sem og fylgni rannsóknarðferð- anna við ýmsa þætti úr blóði og beinþéttni skipt eftir kyni, aldri, þyngdarstuðli (BMI) og árstíð. Niðurstöður: Fylgni mælingaraðferðanna var 0,796 hjá konunt og 0,690 hjá körlum (P<0.01). Kappa sam- ræmið reyndist 0,468 hjá konum og 0,283 hjá körlum. Mæliaðferðirnar sýndu báðar hækkun PTH með aldri sem þó var minni með mælingu á virka forminu. Báð- ar aðferðir sýndu einnig beina fylgni við þyngdarstuð- ul. Fylgni mæliaðferðanna við ýmsa þætti í blóði var svipuð fyrir utan þá sem tengjast nýrnastarfsemi. Ályktanir: Ekki virðist vera sláandi munur á mæliað- ferðunum í hópi heilbrigðra einstaklinga þó hann sé einhver og munur á milli kynjanna komi fram. Athygli vekur að mælingin á virka forminu sýndi minni aukn- ingu með aldri. Það gæti bent til að með auknum aldri 38

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.