Læknaneminn - 01.10.2002, Blaðsíða 23

Læknaneminn - 01.10.2002, Blaðsíða 23
Ekki nóg með það því það var engu líkara en markmið fyrri íbúa þarna hefði verið að ná að setja fótspor sín sem hæst upp á veggina og keppnin hlýtur að hafa ver- ið hörð. En hvað leggur maður svo sem ekki á sig í þágu vísindanna!! Þar sem að þetta vandamál var nú leyst ákváðum við að komast að því hvar við værum stödd í borginni. Það reyndist auðvelt, við vorum ekki lengur í Barcelona heldur í úthverfi í bæ sem heitir Badalona. Það er skemmst frá því að segja að þar er ekkert að sjá og því ferðuðumst við a.m.k. 4 sinnum á dag á milli Barcelona og Badalona á hverjum einasta degi meðan á dvölinni stóð og tók hver ferð 30 mínútur. Þann tíma nýttum við vel því Pétur las spænsku og ég hlýddi honum yfir. Þið getið ímyndað ykkur hvað honum sóttist námið vel því hann las að meðaltali 2 tíma á dag. Það átti sannarlega eftir að konta sér vel þegar hann var ranglega vændur um að vera að svindla sér ókeypis í strætó. Þá tók Pétur til óspilltra málanna og brá fyr- ir sig frösum eins og „hola, qui- ero una cerveza por favor” Loks kom að því að byrja verknámið á spítalanum. Þegar að þeim tímapunkti kom vorum við eiginlega orðin vön því að eyða dögunum í afslöppun á ströndinni eða að ráfa um borg- ina og nenntum varla að byrja. Það kom líka í ljós að það hafði gleymst að sækja um fyrir okk- ur og hina tvo sent áttu að vera á spítalanum og fór heillangur tími í að redda okkur plássi á deildum hér og þar um spítalann. Pétur fékk svo pláss á meltingarteymi og ég fékk pláss á smitteymi. Við áttum að mæta á spítalann klukkan níu og samkvæmt prógramminu vera búin eftir hádeg- ismat. Fyrsti dagurinn gekk ágætlega fyrir utan það að við komumst að því að hádegismatur er teygjanlegt hugtak. Ég gafst upp á að bíða eftir hádegismat klukk- an hálfþrjú eftir hádegið enda orðin svo svöng að ég var nálægt því að drepa mér til matar. Svo hafði ég á tilfinningunni að læknarnir hefðu eitthvað misskilið dvöl mína þarna. I fyrsta lagi héldu þau að ég ætti að vera eins og hver annar aðstoðarlæknir og vinna þess vegna fram að kvöldmat sent samkvæmt spánverjum er klukkan tíu að kvöldi. í öðru lagi hafði þcim verið sagt að ég talaði spænsku reiprennandi sem er ekki alveg rétt þvi ég tala þokkalega spænsku ekki með læknaívafi. Þeir voru því í óðaönn allan daginn að segja mér sögu sjúklinganna og ég þakkaði fyrir á meðan ég var ekki spurð að neinu því að ég skildi í mesta lagi 30% af því sem sagt var við mig. Ég stakk því afklukkan að verða þrjú nær dauða en lífi vegna hungurs með hugann fullan af gloppóttum sjúkrasög- um. Ég ákvað að gefa þessu annað tækifæri og dreif mig í samtals 7 daga á spítalann. Á þessu tímabili komst ég að því að samskipti læknis og sjúklings eru aðeins frábrugðin því sem við eigum að venjast hérna heima. Þeir eru ekkert að sitja á skoðunum sínum eða tilfinn- ingum og segja því sjúklingum bara að þegja þegar þeir eru leiðir á þeim og biðja þá vinsamlegast um að hætta þessu rugli þegar sagan stemmir ekki milli daga. í hinni andránni kalla þeir sjúklingana elskurnar sínar og sætu ömmu gömlu og svo framvegis. Samband læknis og ættingja sjúklinga er annar kapituli því ætt- ingjar koma að umönnun sjúk- linga inni á spítalanum og fylgj- ast því óvenjulega vel nteð því hvað er að gerast. Einhvern dag- inn var maður sem gaf sig á tal við lækni á deildinni út af því að honum fannst mömmu sinni illa sinnt. Læknirinn svaraði þá bara í reiðum tón og byrsti sig: „Hvað viltu að ég geri maður? Segðu mér það?” Þá var ekki meira um það rætt. Ég sá hins vegar mjög áhugaverð tilfelli meðal annars endocarditis með skemmdum lokum, malaríu, lokastigs alnæmi og berkla. Ef bara maður hefði haft smá meiri áhuga á þessunt tímapunkti! Einhvern veginn heillaði strönd- in bara meira. Ég gæti talið upp endalaust af skemmtilegum atvik- um sem komu upp í þessari ferð en í heildina sagt var þetta frábær ferð. Jafnvel þó ekki hafi verið staðið við allt sem búið var að lofa í upphafi því útkoman varð skemmtileg blanda af fríi og óvæntum uppákomum. Borgin sem slík hefur upp á bjóða allt sem þarf til að eiga fullkomið frí. Góðir veitingastaðir og barir, arki- tektúr og list, nóg af búðum, strandir og síðast en ekki síst frábært veður. Allt í kringum borgina eru svo litl- ir strandbæir sem er gaman að heimsækja og eru sam- göngur góðar á milli. Ég mæli því óhikað með því að allir drífi sig til Barcelona hvort sem er á eigin vegum eða annarra. Kolbrún og Pétur í Barcelona 21

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.