Læknaneminn - 01.10.2002, Blaðsíða 4

Læknaneminn - 01.10.2002, Blaðsíða 4
Meðal geðsjúkra í Bólivíu Hilmir Ásgeirsson Læknanemi á 4. ári Bólivía er hálent land í hjarta Suður-Ameríku. Landið er fátækt og er yfir helmingur af 8 milljónum lands- manna indíánar. Aðaltungumálið er spænska en hluti landsmanna talar þó einungis indíánamál. Stór hluti rbúa Bólivíu eru efnalitlir bændur en í borgum er vel- megun meiri og víða mikið um suður-evrópsk áhrif. Ríkisvaldið heldur uppi grunnþjónustu við íbúana, svo sem menntakerfi og heilbrigðiskerfi en einnig er nokkuð um einkarekin sjúkrahús. Fá geðsjúkrahús eru í landinu en það elsta, stærsta og sérhæfðasta er stað- sett í suðurhluta Bólivíu í borginni Sucre sem er önn- ur af tveimur höfuðborgum landsins (hin er La Paz). Vegna hins stóra geðsjúkrahúss hefur Sucre í hugum landsmanna lengi verið tengd “los locos” (þeim geð- veiku). Mig hafði lengi langað til að læra spænsku og lengi langað til að fara til S-Ameríku. Síðasta vor lét ég svo verða af hvoru tveggja og strax eftir prófin í læknadeild flaug ég suður á bóginn til að eyða sumar- fríinu á framandi slóðum. Að loknu 5 vikna spænsku- námi vann ég sem sjálfboðaliði í einn rnánuð á geð- sjúkrahúsinu í Sucre. Sjúklingar sjúkrahússins dunda sér viö skóviðgerðir. Sjálfboðaliðastarfið fékk ég í gegnum spænsku- skóla sem hefur starfsemi í þremur löndum S-Amer- íku. Skólinn kont mér í samband við yfirmann geð- sjúkrahússins sem tók fagnandi á móti mér. A spítal- anum eru rúmlega 400 sjúklingar senr koma víða að úr Bólivíu og eru karlar í meirihluta. Langflestir hafa verið þarna í mörg ár og hefur meirihluti sjúklinganna verið algerlega yfirgefinn af fjölskyldum sínum, en þó eru sumir sem eingöngu liggja inni tímabundið. Sjúk- lingunum er skipt niður eftir andlegri og líkamlegri getu og konur og karlar eru að mestu höfð aðskilin. Sjúkrahúsið er rekið af kaþólskri munkareglu (Orden Hospitalaria de San .luan de Dios) með mótframlagi frá ríkinu en reglan rekur geðsjúkrahús í þróunarlönd- um víða um heim. Húsnæðið, sem er í eigu ríkisins, er forsetabústaður fyrrum forseta Bólivíu frá 19. öld (- Gregorio Pacheco) og er sjúkrahúsið kennt við hann. Ríkið tekur að sér launagreiðslur starfsmanna og greiðir einnig 6,3 bolivianos á dag með hverjum sjúk- lingi (= um 80 krónur) en sú upphæð er langt frá því að nægja fyrir helstu nauðsynjum. Munkarnir safna því styrkjum frá stórfyrirtækjum um allan heim, bæði til daglegs reksturs, lyfjakostnaðar og viðhalds og endurnýjunar á húsakosti. Jafnframt geta bólivísk fyr- irtæki lækkað skatta sína með framlögum til góðgerð- armála eins og geðsjúkrahússins. Starf mitt á geðsjúkrahúsinu fólst aðallega í því að aðstoða sjúklingana í ýmiss konar tómstundum, hjálpa þeim við að borða og veita þeim félagsskap og tala við þá. Nær allir vistmenn hælisins reykja og starfsmenn- irnir notfæra sér það til að fá þá til að taka þátt í hin- um ýmsu tómstundum sem boðið er upp á. Eftir skil á heimavinnu í skrift, kennslustund í lestri, smíði og saumi, föndri eða íþróttum er sígarettum dreift meðal þátttakenda, þeim til mikillar ánægju. Afrakstur tóm- stundastarfsins er seldur á árlegum útimarkaði í Sucre og rennur ágóðinn til spítalans. Sjúklingarnir eru einnig virkjaðir með því að leyfa þeim að aðstoða í eldhúsinu og við bakstur, þeir hjálpa til við að leggja á borð, ná í matinn og taka til eftir máltíðir þannig að hver og einn ber ábyrgð á einhverju ákveðnu verki. Sérhvern miðvikudagseftirmiðdag er haldinn dans- leikur á körfuboltavellinum. Sjúklingarnir dansa svo óheft og af svo mikilli gleði að það að dansa með þeim var eitt það skemnrtilegasta sem ég tók þátt í á sjúkra- húsinu. Annars var ljósa hárið og framandi yfirbragð- ið mjög vinsælt meðal kvenkyns sjúklinganna og var mér ekki um sel þegar ég fann hvernig sumar þeirra horfðu á mig. Þá var varla um annað að ræða en að forða sér. Vistmennirnir geta einnig dansað nútíma- dans í dansflokki sjúkrahússins og heldur hann sýn- 2

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.