Læknaneminn - 01.10.2002, Blaðsíða 5

Læknaneminn - 01.10.2002, Blaðsíða 5
í yfir 5000 metra hæð í Andesfjöllum. ingar nokkrum sinnum á ári á torgum og í leikhúsum Sucre og víðar í Bólivíu. Tvisvar í viku spila sjúkling- arnir fótbolta og einu sinni í viku eru bíóferðir. Þeir geta nokkrum sinnum í mánuði unnið dagvinnu á bú- garði í eigu sjúkrahússins, en einnig rekur það kaffi- hús sem vistmenn vinna á. Auk alls þessa byggðist meðferð sjúklinganna á samtölum og lyfjum. Lyfin sýndust mér í stórum dráttum vera þau sömu og hér á landi þótt skammtar geti hafa verið aðrir. Almennt gekk mér vel að skilja sjúklingana en þó kom það oft fyrir að ég hafði ekki hugmynd um hvað þeir voru að segja. Það stafaði oft af takmarkaðri spænskukunnáttu minni, en einnig töluðu sumir þeirra óskýrt og samhengislaust. Þegar einn sjúklingur var t.d. spurður að því hvernig hann hefði það, snerist svar hans alltaf um það að einhver hefði dáið eða þá að hann langaði í sígarettur og chicha (s-amerískur drykkur, bruggaður úr maís). Það að vinna á sjúkra- húsinu var oft sorglegt en gat líka verið mjög broslegt. Eitt sinn þegar ég var að aðstoða sjúklingana við að læra að lesa og skrifa gekk ungur maður rólega til mín og rétti mér samanbrotinn pappírssnepil án þess að segja orð. A pappírinn var búið að pára hitt og þetta sem tengdist síðari heimsstyrjöldinni ásamt skamm- stöfunum stofnana eins og bandarísku alríkislögregl- unnar og bandarísku leyniþjónustunnar. Jafnframt var búið að skrifa á niiðann að útlendingurinn (væntan- lega ég) yrði að gefa viðkomandi sjúklingi smámynt eða sígarettur, annars myndi jörðin farast í kjarnorku- sprengingu daginn eftir. Ég brosti bara, rétti honum aftur miðann og þakkaði honum kurteislega fyrir. Mér fannst erfiðast að vinna á lokaðri deild þar sem þyngstu sjúklingarnir eru hafðir saman. Þrír starfs- menn vinna á deildinni og sjá um 45 sjúklinga seni sunia hverja þarf að mata og eru að mestu ósjálfbjarga. Ég tók eftir því þegar ég aðstoðaði í fyrsta skipti á deildinni að margir sjúklinganna voru bundnir við matarborðin á matmálstímum og að fáeinir þeirra voru I spennitreyjum. Mér var sagt að þetta væri gert svo þeir hlypu ekki um þegar þeir ættu að borða og einnig gætu sumir þeirra átt það til að ráðast á aðra sjúklinga. Annað sem mér kom á óvart á deildinni var það að þarna voru saman geðsjúkir einstaklingar og þroska- heftir. Mikill minnihluti sjúklinganna virtist geta talað og þeir gerðu lítið annað allan daginn en að ganga í hringi í lokuðum húsagarði sem fylltist af alls kyns ó- hljóðum. Þó gátu sumir þeirra hjálpað við að ná í mat- inn, leggja á borð og þrífa og fengu þannig ákveðna á- byrgð. Lítill hluti sjúklinga þessarar deildar háfði getu til að taka þátt í þeim tómstundum sem sjúklingum af öðrum deildum stóð til boða. Meðlimir munkareglunnar og starfsfólk hugsa vel um sjúklingana og þeinr þykir cinnig mjög vænt um munkana. A sjúkrahúsinu hafa sjúklingarnir öruggt húsaskjól, máltíðir og félagsskap. Mikið er um að vera og reynt að virkja sjúklingana á ýmsum sviðum. Vandamálið er því það að þeir sjúklingar sem gætu út- skrifast vilja það ekki. Þeir vita að mun verra líf bíður þeirra utan veggja stofnunarinnar þar sem enginn mun vilja ráða þá í vinnu og fólk er hrætt við þá. í framtíð- inni stefna stjórnendur spítalans að því að koma upp sambýli í tengslum við sjúkrahúsið þar sem sjúkling- ar fái nauðsynlegan stuðning en verði þó ekki eins háðir stofnuninni. I Bólivíu ríkir meðal almennings þó nokkur vanþekking á geðsjúkdómum og lengi hefur fólk forðast sjúkrahúsið af hræðslu við að smitast. Hægt og rólega virðist þó viðhorf almennings vera að breytast og fólk byrjað að umgangast þá geðsjúku á upplýstari hátt. Ég á ógleymanlegar minningar frá dvöl minni í Bólivíu í sumar og starfinu á geðsjúkrahúsinu. Reynslan sem ég öðlaðist mun eflaust verða mér mik- ils virði í framtíðinni í mínu persónulega lífi sem og í læknisstarfinu. Það sem mér kom annars mest á óvart við vinnuna á geðsjúkrahúsinu í Sucre er það hve vel er búið að sjúklingum þar, í þessu annars fátæka landi. tíma voru haldnar á geðsjúkrahúsinu plat-kosningar fyrir sjúklingana. Allír sem kusu fengu kexkökur og sígarettur. 3

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.