Læknaneminn - 01.10.2002, Blaðsíða 45

Læknaneminn - 01.10.2002, Blaðsíða 45
þrjá mismunandi vegu: 1. GSH= 0,69 x [100/PCr]; 2. GSH= 0,84 x [(140-aldur) x þyngd x 0,85(ef kona)]/72 x PCr]; 3. GSH= 186,3 x (PCr)IJ54 x (aldur)0-203 x 1 ,2 12 (ef svartur kynstofn) x 0,742(ef kona). GSH ákvarðaður nteð jöfnu 3 var notaður til að meta algengi skertrar nýrnastarfsemi er var skilgreind sem GSH<60. Niðurstöður: Talsvert misræmi reyn- dist vera milli þeirra þriggja jafna sem notaðar voru til að meta GSH, bæði eftir aldri og kyni. Flestir eða 70% karla og 74% kvenna, voru nieð GSH 60-89. Með GSH >90, sem telst eðlilegt, voru aðeins 25% karla og 15% kvenna. Skerta nýrnastarfsemi höfðu 3,8% karla og 11,1% kvenna. Aldursstaðlað algengi skertrar nýrnastarfsemi fyrir Islendinga á aldrinum 35-87 ára reyndist vera 4,9% fyrir karla og 12,2% fyrir konur. Hlutfall þeirra sem hafa GSH<60 fer vaxandi með hækkandi aldri. Meðal þeirra sem töldust hafa skerta nýrnastarfsemi mældist rúmur helmingur með hækkaðan blóðþrýsting og 3% voru nteð sykursýki. Þá höfðu 14% karla og 3,7% kvenna próteinmigu. Ályktanir: Algengi skertrar nýrnastarfsemi er háð þeim jöfnum sem notaðar eru til útreikninga á GSH. Athyglisvert er hversu fáir reynast hafa eðlilega nýrnastarfsemi samkvæmt reiknuðum GSH. Algengi GSH<60 eykst með hækkandi aldri. Kynjamunur skertrar nýrnastarfsemi er frábrugðinn því sem áður hefur verið lýst. Hækkaður blóðþrýstingur er algcngur meðal einstaklinga með skerta nýrnastarfsemi. Krabbamein í maga: Tengsl vefjaflokka og æxlisstigs viö fyrstu sjúkdómsgreiningu Pétur Snæbjörnsson'1, Jónas Magnússon2’, Jóhannes Björnsson31. 11 Læknadeild Háskóla íslands,21 Handlækningadeild LSH, 3,Rannsóknastofa Háskólans í meinafræði - LSH. Inngangur: Magakrabbamein er enn algengur sjúk- dómur meðal Islendinga, algengari en hjá nágranna- þjóðum okkar, þótt tíðni þess hafi lækkað. Þekkt er að æxlisstig við greiningu hefur afgerandi forspárgildi um horfur. Sömuleiðis að vefjaafbrigði og æxlisgráða gefa vísbendingu um gang sjúkdómsins. Hins vegar liggja ekki fyrir upplýsingar um innbyrðis tengsl vefjaafbrigða og æxlisstigs. Tilgangur rannsóknarinn- ar var að kanna tengsl vefjaafbrigða og stigs við fyrstu greiningu magakrabbameins. Efniviður og aðferðir: Endurskoðuð voru smásjár- gler allra magakrabbameina sent greindust í fyrsta skipti tímabilið 01.01.1996-31.12.2000, alls 148 sj. (101 karl, 47 konur) á aldrinum 23-95 (miðgildi 72). Rannsóknin var takmörkuð við sýni sem sérfræðingar RH í meinafræði höfðu greint. Sjúkraskrár voru kannaðar og eftirtalin atriði skráð: aldur, kyn og stað- setning í maga. Hvert æxli var flokkað í smásjá eftir þremur aðferðum: Ming, Laurén og WHO. Að auki var hvert æxli gráðað skv. WHO. Hvert æxli var meinafræðilega stigað skv. AJCC (American Joint Committee on Cancer, 1997). Niðurstöður: í Ming-flokkun reyndust “infiltrating” æxli á hærri stigum (111A, IIIB, IV) en “expanding” (IA, IB, II), þannig að tölfræðilega marktækt var (p((0,001). “Diffuse” æxli (Laurén) tengdust hærri stigum (IIIA, IIIB, IV). Dreifing “intestinal” æxla var jafnari á stig. Tölfræðilega marktækur munur var þó á milli flokka Lauréns (p<0,01). WHO-vefjaflokkun nýtist ekki til forspár um stig. Tölfræðilegt marktæki (p((0,001) var milli WHO-æxlisgráðu og stigs, þannig að æxli af lágri gráðu tengdust stigum IA, IB og II en æxli af hárri gráðu tengdust oftast stigi IV. Ályktun: Ming-vefjaflokkun og WHO-æxlisgráða hafa marktækt forspárgildi um útbreiðslu við fyrstu greiningu magakrabbameins. Geta þær niðurstöður, byggðar á vefjafræðilegunt skilmerkjum einum, haft áhrif á nálgun sjúklinga með magakrabbamein. Samanburður á húðsækni-eiginleikum T-eitilfrumna úr kokeitlum, blóði og kviðarholseitlum Ragna Hlín Þorleifsdóttir', Jóhann Elí Guðjónsson2, Hekla Sigmunds- dóttir2, Páll Möller3, Hannes Petersen1 og Helgi Valdimarsson2 "LHÍ, 2lRannsóknarstofa í Ónæmisfræði, Lsp Hringbraut, "Skurðdeild, Lsp Hringbraut, 4)HNE deild Lsp Fossvogi. Inngangur: Kokeitlartilheyra slímhúðarónæmiskerfi líkamans (MALT) en skera sig frá öðrum slímhúðar- eitilvefjum m.a. að því leyti að þeir eru þaktir lag- skiptri flöguþekju. Ákveðinn undirflokkur af T-frum- um tjáir ýmsar húðsæknisameindir þ.á.m. cutaneous lymphocyte antigen (CLA) og chemokine viðtaka 4 (CCR4). CLA+ T-frumur hafa verið bendlaðar við meinmyndun nokkurra húðsjúkdóma eins og psorias- is, en það er vel þekkt að psoriasis geti byrjað í kjölfar streptokokka sýkingar í kokeitlum. Tilgangur rann- sóknarinnar var aö bera saman húðsæknieiginleika T- eitilfrumna í kokeitlum, blóði og kviðarholseitlum. Efniviður og aðferðir: Eitilfrumur voru einangraðar úr I2 kokeitlum og blóði sjúklinga sem komu í kok- eitlatöku vegna endurtekinna hálssýkinga. Kviðar- holseitlar fengust úr 5 sjúklingum. Eitilfrumurnar voru litaðar með nokkrum þrennum af einstofna 43

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.