Læknaneminn - 01.10.2002, Side 12

Læknaneminn - 01.10.2002, Side 12
Cand. Med. -eftirsóknarverður titill? Bergþór Björnsson Unglæknir Svo sem margir vita lýkur námi iæknastúdenta við Háskóla íslands með lærdómsgráðunni Candidatus Medicinae. Til þess að fá fullgilt iækningaleyfi þurfa læknakandídatar hins vegar að ljúka svokölluðu kandídatsári. Þar er um að ræða námstímabil þar sem kandídatar vinna undir handleiðslu lækna og afla sér þannig verklegrar reynslu og þekkingar. í allmörg ár hefur þetta tímabil verið 12 mánuðir en undanfarin ár hefur talsvert verið rætt um að lengja þennan tíma. Sú umræða hefur þó alltaf endað með því að fallið hefur verið frá þeim hugmyndum. Það var svo í maí árið 1999 að gerð var breyting á reglugerð sem fjallar um veitingu lækningaleyfa í þá veru að þriggja mánaða dvöl á heilsugæslustöð var gerð að skyldu á kandídatsári. I kjölfar þessa jókst nokkuð umræðan um lengingu tímabilsins enda skapaði þessi breyting ákveðinn mönnunarvanda innan sjúkrahúsanna og þá einkum Landspítala háskólasjúkrahúss. A haustmán- uðum ársins 2001 komu fram tillögur um lengingu kandídatsársins úr 12 mánuðum í 18 mánuði. Tillög- ur þessar voru undirritaðar af Þorvaldi Ingvarssyni og Gísla Einarssyni. I greinargerð sem fylgdi þessum til- lögum rekja þeir Gísli og Þorvaldur ástæður þess að þeir telja mikilvægt að lengja kandídatsárið. í stuttu máli er rauði þráðurinn í þeirri greinargerð sá að mönnunarvandi Landspítala háskólasjúkrahúss sé slíkur að breytinga sé þörf. Þá korna þeir einnig inn á samanburð við hin Norðurlöndin og benda á að þar sé kandídatsárið mun lengra en hér á landi. Þessar tillög- ur voru lagðar fram óformlega hjá ráðuneyti heil- brigðis- og tryggingamála og fjallað um þær á fundi þar og hjá landlækni. Þegar út spurðist að tillögur þessar væru fram komnar brást þáverandi stjórn FL við með þeim hætti að óska eftir fundi hjá landlækni og ráðuneytisstjóra heilbrigðis- og trryggingaráðu- neytis. Þeir fundir staðfestu tilvist tillögunnar og jafn- framt var staðfest að hún hefði borist með ofangreind- um hætti. Ráðuneytisstjóri fullvissaði stjórnarmenn FL þó um að ekki yrði brugðist við tillögum af þessu tagi nema þær kæmu frá Læknadeild Háskóla íslands. Vegna þessara svara. var ákveðið að læknanemar myndu fyrst og fremst beita sér á þeim vettvangi, þ.e. innan Læknadeildar. Gengið var úr skugga um hver hin rétta leið tillagna af þessu tagi væri og í ljós kom að í jafn mikilvægu máli og þessu er gert ráð fyrir að deildarfundur gefi út þær yfirlýsingar sem koma frá Læknadeild. A hinn bóginn er rétt að geta þess að framhaldsmenntunarráð hefur með höndum tillögu- gerð þegar kemur að framhaldsmenntun og svo var einnig í þessu máli. Þrátt fyrir harða sókn þeirra sem vildu lengja kandídatsárið fór svo að framhaldsmennt- unarráð hafnaði þeirri tillögu og því varð ekki úr því að Læknadeild legði slíka tillögu fyrir heilbrigðisráð- herra. Núverandi kandídatar lögðu mikið á sig við skipu- lagningu síns kandídatsárs með það í luiga að allir gætu lokið því á þeim 12 mánuðum sem til er ætlast en jafnframt með það í huga að koina á móts við þarf- ir Landspítala háskólasjúkrahúss varðandi mönnun aðstoðarlæknavakta. Þrátt fyrir það og verulega ásókn læknanema í stöður aðstoðarlækna þar í surnar hefur mönnunarvandi sjúkrahússins síst ntinnkað. Það er líklega upp úr þeim jarðvegi sem núverandi umræður um lengingu kandídatsársins eru sprottnar. Á liðnu ári stóð Félag Læknanema fyrir könnun nreðal félags- manna sinna á viðhorfum þeirra til lengingar kandídatsárs og var þátttaka mjög góð. Þar kom ber- lega í Ijós að læknanemar eru alfarið á móti slíkum breytingum. Hér að ofan var minnst á þau rök stuðn- ingsmanna þessara tilllagna að kandídatsárið hér á ís- landi sé styttra en gengur og gerist á hinum Norður- löndunum. Vissulega er það rétt að í mánuðum talið er svo en þegar litið er á vaktabyrði aðstoðarlækna á Islandi samanborið við hin Norðurlöndin sést að 10

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.