Læknaneminn - 01.10.2002, Blaðsíða 28

Læknaneminn - 01.10.2002, Blaðsíða 28
var illa sótt. Á síðustu stundu tókst að ganga frá hnút- unum þannig að ekki hlaust tap af jólaballinu sent þó var frekar illa sótt. Einnig sóttu læknanemar 2 bjór- kvöld með öðrum deildum Háskólans. Skemmtanir Árshátíð FL. var með glæsilegasta móti á síðasta starfsvetri. Eftir væg bókunarvandamál var hún hald- in í Súlnasal Hótel Sögu og var Halldór Jóhannesson heiðursgestur að þessu sinni. Engilbert Sigurðsson hlaut kennsluverðlaun læknanema að þessu sinni fyrir að bylta kennslufyrirkomulaginu í geðlæknisfræði svo að þessi áður lítt vinsæli hluti námsins er nú orðinn aðlaðandi fyrir margann læknanemann. Einnig voru 1. árs nemar boðnir velkomnir í deild- ina að fornum sið í byrjun vorannar. Var uppákoman haldin á Kaffi Reykjavík þar sem eldri nemum gafst kostur á að kynnast 1. árs nemum og að venju var á boðstólnum spiritus fortis bolla. Til allrar hamingju skiluðu læknanemar sér aftur til náms að helginni lið- inni óskemmdir. Frekari skemmtanir verður fjallað um hér á eftir í hluta fulltrúaráðs. Kjaramál í byrjun haustannar voru samningar lækna og ríkisins lausir og til stóð að um áramót myndu samningavið- ræður byrja. Þar sem laun læknanema eru miðuð við laun lækna voru þessir samningar mál sem kom læknanemum við og bauðst Félag unglækna til að ganga að samningsborðum fyrir okkar hönd. F.L. þáði það nieð því skilyrði að læknanemi fengi að sitja kjarafundi unglækna. Þegar stðan kom að umræðum neitaði Læknafélag Islands unglæknum umboði til að semja fyrir læknanema. í kjölfar þess fóru Ragnar Freyr Ingvarsson og Jóhann Páll Ingimarsson, fulltrú- ar úr hagsmunaráði að skoða möguleikann á að lækna- nemar fengju einhvers konar aðild að Læknafélaginu. Tekið var vel í þær fyrirspurnir en í Ijós kom að marg- ar hliðar eru á því máli og var hagsmunaráði falið að hefja viðræður við Félag unglækna varðandi einhvers konar aukaaðild. Stuttu seinna slitnaði uppúr sam- starfi mili unglækna og Læknafélagsins og ekkert hef- ur orðið úr þeim viðræðum enn. Þegar læknanemar tóka að heíja störf við LSH síð- asta vor kom í Ijós að stjórnendur sjúkrahússins ætl- uðu að svíkja þá um áður gefin loforð varðandi laun. Þá tók KolSrún Pálsdóttir sig til fyrir hönd verðandi stjórnar og tók á því máli með stakri prýði. Því verð- ur það í verkahring komandi stjórnar að greina frá því. Tölvumál Undir lok síðasta vetrar var stjórn bent á kosti þess að setja upp heimasíðu á svokölluðum asp-grunni. Kost- ir asp-grunns eru mjög margir umfram þann grunn sem fyrri heimasíða var á. Sem dæmi má nefna möguleikann á lokuðu svæði fyrir nemendur þannig að hægt sé að geyma ýmsar upplýsingar og að breyta eigin upplýsingum í símphysis. Einnig má nefna möguleikann á betri stjórnun pósthópa og umræðu- hópa á heimasíðunni. Eina vandamálið hefur verið það að netþjónn Háskólans býður elcki upp á asp- grunn og því þyrfti F.L. að leigja aðgang grunni utan Háskólans. í ljós kom að kostnaðurinn við leigu á asp-aðgangi var vel viðráðanlegur og ákveðið var sl. sumar að setja upp nýja heimasíðu F.L. Leit hún síðan dagsins ljós síðla sumars og er að matri flestra mun betri og aðgengilegri en fyrri heimasíða og í ljós hef- ur komið að læknanemar hafa verið duglegir að nýta sér þær nýjungar sem hún hefur upp á að bjóða. Læknaneminn Læknaneminn kom út í vor eftir þónokkuð hlé. Var út- gáfa hans til fyrirmyndar og þar er til staðar öflugt og fræðilegt málgagn fyrir læknanema svo og aðra. Út- gáfa hans að þessu sinni kom út á sléttu og til stendur að gefa út annað blað nú á haustmánuðum. Einnig má geta þess að fjárhagur FL. hefur nú loks- ins rétt sig við eftir fyrri skuldir læknanemans. Símphysis Símphysis kom út á vorönn eins og hún hefur gert undanfarin ár þrátt fyrir stór loforð um að gefa hana út á haustönn. Vegna anna varðandi kandídatsmál og hversu hægt gekk að útvega auglýsingar í blaðið. Vegna þess hve seint símphysis hefur komið út og nú þegar heimasíðan er orðin betri hafa vaknað spurning- ar um það hvort hætta eigi að gefa símphysis út og kemur það í hönd verðandi stjórnar að ákvarða það. Meinvörp Meinvörp komu út reglulega á þessum starfsvetri að venju. Meinvörp eiga nú einnig á hallan að sækja vegna netvæðingar læknanema. Þau eru þrátt fyrir það öflugt niálgagn læknanenta og eru þeir hvattir til að skrifa meira þangað. Ljósritunarmál I byrjun starfsárs áttu lænkanemar 2 ljósritunarvélar. Eina staðsetta á 3. hæð í læknagarði og aðra eldri á 4. hæð í heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg. Síðar- ncfnda vélin tók upp á því að bila strax í byrjun starfs- árs og svaraði ekki kostnaði að gera við hana. Þar sem vélin á Læknagarði hafði skilað tapi síðan hún var keypt ákvað stjórn að ekki skyldi farið í að kaupa nýja, heldur að hagræða rekstri hinnar vélarinnar. Gekk það vel og á ljósritunarstjóri á Læknagarði, Kristján Dereksson, hrós skilið fyrir góðan rekstur vélarinnar. Þess má geta að eftir ár munu læknanemar fá vélina til eigna og mun rekstrarkostnaður við hana þá lækka umtalsvert. Eftir að þeirri aðstöðu þar sem ljósritun- arvélin var lokað í sumar er nú verið að leita að nýrri staðsetningu fyrir vélina á læknagarði. Önnur mál Hepatitis B bólusetningar Undanfarin ár hafa læknanemar átt kost á bólusetn- ingu við lifrarbólgu B. veirunni. I lok október kom það mál inn á borð til stjórnar að hætt væri að bjóða upp á þessar bólusetningar og margir læknanemar hafi misst úr sprautur þess vegna. Við frekari eftirgrennsl- 26

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.