Læknaneminn - 01.10.2002, Blaðsíða 11

Læknaneminn - 01.10.2002, Blaðsíða 11
óalgengt en þá eru þrír mánuðir í heilsugæslu með taidir. Tímalengdin er hins vegar ekki aðalatriðið heldur innihaldið. Við sem nefnd erum hér að ofan höfum síðastliðið vor ritað deildarforseta Læknadeildar bréf með óskum um breytingu í þá veru sem ég hef hér skýrt. Deildarforseti er okkur í meginatriðum sammála. Málið er nú í raun til umfjöllunar í Framhaldsmennt- unarráði deildarinnar en hefur því miður tafist nokkuð í sumar. Við (sem öll erum starfsmenn Landspítalans) höf- um ekki tekið neina afstöðu til námstíma í heilsu- gæslu, við teljum það ekki vera okkar hlutverk. Ef hún yrði áfram inni með þrjá mánuði yrði heildartíminn 15 mánuðir sem að mörgu leyti er mjög praktískur tími þar sem þá yrðu tvö sumur með í “módúlnum”. Orlofs verða menn jú að eiga rétt til óg “brottfallið” vegna þess augljóslega mest yfir sumartímann. Hvað heildarlengd náms varðar er ég sammála þeirri skoðun að hann eigi að stytta. Ég tel að flestir séu að verða á þeirri skoðun að þetta megi gera innan grunnnámsins. Lengi hef ég talið að eðlilegt væri að Ijúka prófum í lyflækningum og skurðlækningum við lok Ijórða náinsárs. Þá myndu líka tilraunir okkar til að meta sumarvinnu á deildum til námstíma (sem við gerðum í fyrsta sinn síðastliðið sumar) verða mark- vissari þar sem “námslokum” í þessum grunngreinum yrði þá fylgt eftir með raunverulegri vinnu og ábyrgð í beinu framhaldi. GEFÐU ÞÉR GÓÐAN TÍMA -við sjáum um fjármálin (T) BÚNAÐARBANKINN www.bi.is

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.