Læknaneminn - 01.10.2002, Blaðsíða 14

Læknaneminn - 01.10.2002, Blaðsíða 14
Vökvasöfnun í fleiðruhol Orsakir og greining Gunnar Guömundsson Læknadeild Háskóla íslands Lyflækningadeild Landspítala Háskólasjúkrahúss Inngangur Vökvasöfnun í fleiðru er algengt klínískt vandamál sem getur verið af mörgum orsökum. Algengasta or- sökin er hjartabilun, lungnabólga og krabbamein (1). I rannsókn sem gerð var á Borgarspítalanum og greint var frá í Læknablaðinu 1992 kom fram að hjartabilun er algengasta orsökin, þá lungnabólga, vökvi eftir að- gerð og svo áverki en illkynja vöxtur var nokkuð neð- ar á listanum (2). Líffærafræöi fleiðru Fleiðran (pleura) er hálhimna (serous) sem hylur lungnavef, miðmæti, þind og innanverðan brjóstkassa. Henni er skipt upp í veggfleiðru (pleura parietalis) og lungnafleiðru (pleura visceralis) sem mætast við lungnarætur en miðmæti skilur fullkomlega á milli fleiðru vinstra megin og hægra megin. Lungnafleiðr- an þekur lungnavefinn og fylgir honum mjög náið inn um lungnaskorur á milli lungnablaða. Veggfleiðran hylur brjóstkassan að innan og er skipt upp eftir stað- setningu í rifja-, miðmætis- og þindarfleiðru. Fleiðran er uppbyggð af bandvef og einfoldu lagi af þekjufrum- um (mesothel frumum) en aðgreinanlegur vefjafræði- Mynd 1: Fleiðruholsástungubakki en í honum er allt sem til þarf til aö framkvæma ástungu og fjarlægja fleiðruvökva. Mynd: Þórdís Ágústsdóttir. legur munur er á lungna- og veggfleiðru. Á milli lungna- og veggfleiðru er bil, svokallað mögulegt (potential) bil sem inniheldur þunnt vökvalag. Þetta vökvalag gerir þessum tveimur himnum mögulegt að hreyfast gagnvart hvor annarri við öndunarhreyfingar og verkar því sem einskonar olía (3). Lífeðlisfræöi vökvamyndunar Hjá kindum hefur verið sýnt fram á að myndunarhraði fleiðruvökva er 0,01 ml/kg/klst og virðist sem fleiðru- vökvi verði að mestu til frá veggfleiðru hjá heilbrigð- um einstaklingum og eigi upptök sín frá kerfisblóðrás en ekki lungnablóðrás (4). Fleiðruvökvi er tekinn upp af vessakerfinu og þá í gegnum raufar (stomas) sem eingöngu er að finna á veggfleiðru en það jafnvægi sem er á milli myndunar og upptöku vökva veldur því að ekki verður uppsöfnun á vökva í heilbrigðum ein- staklingi (5). Sjúkleg vökvamyndun Við sjúklegar aðstæður verður ójafnvægi á myndun og upptöku vökva sem getur annaðhvort orsakast af auk- inni myndun vökva eða minnkaðri upptöku (tafla 1). Vessakerfið hefur nokkra aðlögunarhæfni og getur tekið 20 sinnum meira magn upp en myndast við eðli- legar aðstæður. Vökvinn getur komið frá lungum, æðum í fleiðru, vessaæðum brjósthols eða frá vökva í kviðarholi (3). Vökvasöfnun í lungum er algengasta orsök fyrir vökvasöfnun í fleiðru og getur ástæðan verið hjartabil- un, lungnabólga og fleira en sýnt hefur verið fram á að því meira sem vökvamagn í lungum er því meiri er fleiðruvökvinn (6). Aukið próteinmagn í fleiðru og minnkað prótein- magn í blóði getur leitt til þess að vökvasöfnun verði í fleiðruholi fyrir tilstuðlan osmótískra áhrifa. Þetta get- ur gerst við aukið gegndræpi frá lungum við sjúklegar aðstæður eins og lungnabólgu og ef lifrarsjúkdómar eru til staðar getur magn albúmíns í blóði minnkað og leitt til sömu áhrifa. Vökvasöfnun getur einnig orðið 12

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.