Læknaneminn - 01.10.2002, Blaðsíða 15

Læknaneminn - 01.10.2002, Blaðsíða 15
Mynd 2: Þegar brjóstholsástunga er gerð er nauðsynlegt að fara ofan við rifið til að foröast æðar og taugar. Mynd: Þórdís Ágústsdóttir. við samfall á lunga t.d. vegna lokunar á berkjum, sem getur gerst í lungnabólgum eða við illkynja vöxt, en á- stæðan er þá aukinn neikvæður þrýstingur í fleiðruholi sem dregur til sín vökva (7). Við vökvasöfnun í kviðarholi getur orðið vökva- söfnun í fleiðru. Þetta er talið orsakast af smáum göt- um í þindinni sem hleypa vökva um sig en einnig kemur vessakerfið við sögu. Afrennsli vökva frá fleiðru getur minnkað og vald- ið því að vökvi safnast fyrir. Þetta er talin vera ástæð- an fyrir vökvasöfnun í fleiðru við marga illkynja sjúk- dóma en við meinvörp til eitla og um vessakerfið get- ur starfsgeta þess minnkað og þar með orðið stífla á frárennsli. Einnig getur orðið tregða á rennsli vessa til bláæðakerfisins við hækkaðan bláæðaþrýsting eins og t.d. við hægri hjartabilun eða þá við heilkenni efri hol- æðar (superior vena caval syndrome) þar sem æxli veldur utanaðkomandi þrýstingi á æðina og hindruðu rennsli. (3). Krabbamein í fleiðru Illkynja vöxtur er algeng ástæða fyrir vilsu í fleiðru. Flestar rannsóknir hafa sýnt að lungnakrabbamein er algengasta meinið sem þessu veldur en því næst koma eitlakrabbamein og brjóstakrabbamein. Ofangreind krabbamein valda um og yfir 75% af illkynja vökva- söfnun í fleiðru. Önnur krabbamein sem valdið geta vökvasöfnun í fleiðru eru eggjastokkakrabbamein, miðþekjuæxli (mesothelioma) og krabbamein frá meltingarfærum en önnur krabbamein geta einnig valdið uppsöfnun á fleiðruvökva en þó mun sjaldnar (7-10). Uppsöfnun á vökva í fleiðru vegna krabbameina getur orðið vegna beinna eða óbeinna orsaka (tafla 2) og er algengasta ástæðan hindrun á vessastreymi frá fleiðru en sú hindrun getur verið allt frá veggfleiðru til eitla í miðmæti (11). Við Iungnakrabbamein er kirtilfrumukrabbamein (adenocarcinoma) algengasta tegund krabbameina sem veldur vökvasöfnun í fleiðru en allar tegundir lungnakrabbameina geta valdið vökvasöfnun. Astæð- an fyrir þessu er m.a. staðsetning kirtilfrumukrabba- meina út við fleiðruna og hæfileiki þeirra til að dreifa sér. Við þckjufrumukrabbamein sem yfirleitt eru staðsett lengra frá fleiðru er vökvasöfnunin oft afleið- ing samfalls á berkju og samfalls á lunga í beinu fram- haldi af því. Brjóstakrabbamein leiðir mjög oft til vökvasöfnun- ar í fleiðru og í einni rannsókn voru 48% af konum nieð brjóstakrabbamein á háu stigi með fleiðruvökva (12). Fleiðruvökvinn getur verið sömu megin og krabbameinið, hinu megin cða bæði í hægri og vinstri fleiðru. Brjóstakrabbamein getur dreift sér til fleiðru á tvo vegu, annars vegar beint til sömu hliðar í gegnum eitlakerfið eða þá til sömu hliðar eða mótlægrar hlið- ar í gegnum blóðkerfið og lifur (7). Eitlakrabbamein getur vaklið vökvasöfnun í fleiðru og þá bæði í Hodgkin's og non - Hodgkin's eitlakrabbameinum en það er þó mun sjaldgæfara í Hodgkin's eitlakrabbameini. í non - Hodgkin's citlakrabbameini er algengast að um sé að ræða bein áhrif á fleiðru með minnkaðri upptöku á vökva en í llodgkin's eitlakrabbamcini getur það einnig verið vegna staðsetningar meinsins í eitlum í miðmæti (3, V). Rannsókn á fleiðruvökva Ábcnding fyrir ástungu á brjósthol (thoracentesis) og Mynd 3: Framkvæmd brjóstholsástunga til greiningar. Mynd: Þórdís Ágúslsdóttir. 13

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.