Læknaneminn - 01.10.2002, Blaðsíða 8

Læknaneminn - 01.10.2002, Blaðsíða 8
Assoc. Prof. Dr. Pavel Fiala, Pli.D. hafði yfirumsjón með námskeiðinu. Kúr- sinn við Karlsháskólann í Plzen á sér ríf- lega 30 ára sögu og hefur Assoc. Prof. Dr. Pavel Fiala, Ph.D. meira og minna verið viðloðandi námskeiðið þann tíma. Hann byrjaði sem aðstoðarmaður, og sem fyrr sagði fer hann nú með yfirumsjón kúrs- Séö inn í kviðarhol. Vinstra nýra. Tékklands, fimm bekkjarbræður og ein kærasta. I réttri stafrófsröð vorum við Elías, Flelgi, Hermann, Ottar, Þóra og Þórður. Eg viðurkenni það fúslega að ég hafði enga hug- mynd um við hverju ætti að búast af námskeiðinu úti og var fyrst ekki viss hvort eitthvað yrði úr þessum fyr- irætlunum að leggja land undir fót og kryfja ein- hverja Tékka í tætl- ur. Það var svo Hermann sem kom sér í samband við Dani og hlutirnir komust á skrið! Staðfestingargjald- ið var greitt, dóm- urinn felldur. Ut skal ek. Námskeiðið í Tékklandi Kennslan hófst strax á fyrsta deginum úti. Það er sama hversu langt er síðan maður var í grunn- og menntaskóla. Það situr enn í manni að fyrsti dagurinn eigi bara að vera léttur. Eins og segir í bókmennta- fræðunum, kynning á persónum. Eftir menntaskólann er skólabyrjunin eintóm vonbrigði. Maður á von á náðugum degi en alltaf er byrjað á fullu. Krufningarsalurinn Námskeiðið var þannig skipulagt að dagurinn hófst á fyrirlestrum um þau svæði sem kryíja átti þann daginn. Fyrir- lestrar Assoc. Prof. Dr. Pavel Fiala, Ph.D, voru yfirleitt mjög góðir. Það var heill- andi að vera í þessum tímum, því Dr.Fiala var mjög áþekkur Heiðari snyrti og Guð- jóni Þórðarsyni í útliti. Ef fyrir kom að manni leiddist, lét maður hugann reika og maður fílaði sig í búningsklefa. Guðjón væri að berja ofan í mann hálfleiksræðuna eða Heiðar væri að upp- lýsa mann að ljósir litir færu hausti ekki vel. Fyrirlestrarnir hófust klukkan átta, krufningarnar hófust tveim tímum seinna og þeim lauk ekki seinna en á hádegi klukk- an tólf. Krufningin fór þannig fram, að hópnum var skipt á þrjú lík og tók hver fyrir eitt svæði þann daginn og fólk róteraði á milli svæða. Með orðum Assoc. Prof. Dr. Pavel Fiala, Ph.D: “You must rotate, we want to make experts of you but not experts of one system but experts of the whole human body, so you nuist rotate. Take one day the hand and the next day the head. So you will become experts of the whole body.” Hópurinn sem tók þátt í kúrsinum taldi tuttuguogs- jö stykki, sem þýddi níu hausa á skrokk, hverjum skrokk fylgdu tveir leiðbeinendur. Okkar ná, Pésa, fylgdu Omed og Marketa okkur til leiðsagnar. An þess að það verði útskýrt frekar þá reyndist Omed-inn 6

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.