Læknaneminn - 01.10.2002, Blaðsíða 18

Læknaneminn - 01.10.2002, Blaðsíða 18
er að virkjaðar þekjufrumur (mesothel cells) sem oft sjást við bólgu af hvaða toga sem er geta litið út eins og illkynja frumur (7). Teknar hafa verið saman niðurstöður á yfir 2500 fleiðrusýnum sem sýna að í um 75% tilfella var hægt að sýna fram á berkla I fleiðrusýni og í 57% tilfella var illkynja vöxtur greindur með fleiðrusýni en athuga ber að oft er um að ræða tilfelli þar sem fleiri en eitt sýni var tekið (28). Nokkrir þættir geta valdið því að munur er á milli rannsókna á næmi fleiðrusýna en eftir að farið var að notast við fleiðruspeglun (thoracoscopy) hefur verið sýnt fram á hversu dreifðir æxlisklasarnir geta verið í fleiðrunni og því ljóst að með blindri ástungu er alls ó- víst að lent sé á þeim stað þar sem æxlisvöxt er að finna. Þó hefur verið sýnt fram á að best er taka sýni sem næst þind og miðlínu (29). Fleiðruspeglun Fleiðruspeglun hefur hingað til verið talinn næsti kost- ur ef ekki fæst greining með vökvarannsókn eða lok- uðu fleiðrusýni og grunur um illkynja vöxt er mikill. Fleiðruspeglun hefur almennt verið gerð i svæfingu af skurðlæknum og er því kostnaðarsöm og krefst skurð- stofutíma og mannafla. Einnig hefur það áhrif að oft- ast er um illkynja sjúkdóma að ræða sem ekki er hægt að lækna og er því frekar gripið til hennar seinna í ferlinu. Þetta er þó afar góð rannsókn til greiningar á illkynja vexti í fleiðru og hafa margar rannsóknir sýnt fram á að næmi er almennt yfir 90% hvað varðar greiningu á illkynja vexti í fleiðru. Flægt er að gera fleiðruspeglun á einfaldari hátt og með minna ígripi. Sú rannsókn er almennt gerð af lyflæknum en þá er sjúk- lingurinn aðeins deyfður og honum gefin róandi lyf. Helsti munurinn á þessum rannsóknum er sá að þegar skurðlæknar framkvæma hana í svæfingu eru gerð fleiri göt inn I fleiðruholið en lyflæknar gera aðeins eitt gat. Skurðlæknar hafa því rneiri aðgerðarmöguleika og geta t.d. tekið sýni úr lunga og lungnafleiðru á meðan aðeins er tekið sýni úr veggfleiðru þegar lyflæknar sjá um fram- kvæmdina. Með báðum að- ferðum er hægt að draga vökva og setja inn efni sem valda samloðun fleiðranna en Mynd 6: Hér er verið að taka lokað fleiðrusýni með Abrams nál. Mynd: Þórdís Ágústsdóttir. það er einn meðferðarmöguleikinn við vökvasöfnun í fleiðru. Kosturinn við fleiðruspeglun lyflækna er því sá að kostnaður og inngrip er mun minna og rannsókn- in hefur áiíka gott næmi (30). Á íslandi hafa lungna- læknar ekki gert fleiðruspeglanir svo nokkru nemi. Ef að farið verður að gera þessa rannsókn hér má vel hugsa sér að frekar verði gripið til hennar en lokaðrar fleiðrusýnatöku ef vökvasýni gefur ekki greiningu. Ráðleggingar Ef fleiðruvökvi er til staðar og ástæðan fyrir honum er ekki þekkt er rétt að byrja á því að taka vökvasýni til greiningar. Á vökvanum ætti að gera frumutalningu og deilitalningu og einnig ætti að mæla prótein, LDH og glúkósa. Aðrar rannóknir eins og ræktun og frumu- rannsókn ætti að gera eftir ldínískum ábendingum. Mikilvægt er að átta sig á því hvort um er að ræða út- vessa eða vilsu en ef um útvessa er að ræða þarf ekki Mynd 7: Flæðirit yfir uppvinnslu á vökvasöfnun í fleiðru. 16

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.