Læknaneminn - 01.10.2002, Blaðsíða 37

Læknaneminn - 01.10.2002, Blaðsíða 37
arstofu Háskóla íslands í lyfjafræði hefur nýlega ver- ið sýnt fram á að thrombín, histamín og lysofos- fatidylkólín hindra Akt fosfórun, örvaða af „epidermal growth factor” (EGF), í æðaþelsfrumum. Thrombín og histamín hindra fosfórun í gegnum prótein kínasa C (PK.C) en hvað miðlar hindrun lysofosfatidylkóiíns er ekki Ijóst. Fleiri efni koma að stjórnun Akt og var markmið þessa rannsóknarverkefnis að kanna áhrif ceramíðs, 1-bútanóls og efna sem auka styrk cyclic- AMP (cAMP) á Akt virkni í æðaþelsfrumum. Efniviður og aðferðir: Ræktaðar voru æðaþeisfrum- ur úr bláæðum naflastrengja og þær meðhöndlaðar með efnum sem talin eru hafa áhrif á Akt. Fosfórun á Akt var greind með „Western blotting”. Niðurstöður: 1-bútanól og ceramíð virðast hindra EGF örvaða Akt fosfórun. Hindrun 1-bútanóls og ceramíðs virðist ekki minni við „downregulation” á PKC með TPA (hliðstæða diacylglyseróls). Hindrun á PKC dregur úr áhrifum ceramíðs og 1-bútanóls. 3- isobutyl-l-methylxanthine (IBMX) hindrar fosfórun á Akt en dibutyl cAMP, 8-bromo-cAMP og 8-bromo- cyclic-GMP virðast liafa lítil áhrif. Ályktun: 1) Ceramíð, 1-bútanól og IBMX virðast hindra EGF örvaða Akt fosfórun. 2) Hugsanlegt er að IBMX miðli hindrun á annan hátt en með aukningu á styrk cAMP. 3) Mögulegt er að áhrif ceramíðs og 1- bútanóls sé stýrt í gegnum diacylglyseról óháðan PKC. Forspárgildi Doppler blóðflæðimælinga í a. uterine hjá konum meö meðgöngueitrun meö tiliti til endurkomu meðgöngueitrunar í næstu meögöngu. Haraldur Már Guðnason", Sæmundur Guðmundsson21 "Háskóli íslands, Reykjavík, fsland, 2)Dept. of Obstetrics and gynecology, University Hospital MAS, Malmö, Svíþjóð Inngangur: Hár blóðþrýstingur eftir 20.viku með- göngu ásamt próteinum í þvagi nefnist meðgöngueitr- un. I meðgöngeitrun minnkar útslag hjartans en við- nám æðakerfisins eykst að sama skapi, sem getur valdið súrefnisþurfð innan líkamans. Doppler blóð- flæðimælingar eru mikilvægar þegar kanna þarf blóð- flæði í fylgunni, sérstaklega með tiliti til viðáms og lífsmerki barna í móðurkviði. Markmið okkar var að rannsaka hvort Doppler blóðflæðimælingar á a. uter- ina hjá konum með meðgöngueitrun hefðu forspár- gildi fyrir endurtekna meðgöngueitrun í næstu með- göngu. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturkræf fylgnirannsókn. Á 9 árum höfðu 513 konur með með- göngueitrun verið skoðaðar, 139 af þeim fæddu síðar annað barn. Niðurstöður flæðisónarmælinganna í fyrri meðgöngunni voru bornar saman við upplýsingar um seinni fæðinguna, s.s. fæðingarþyngd og keisaraskurð. Skoðun var endurtekin hjá 38 konum á sömu ílæðisónar skoðunarstofu í seinni meðgöngunni. Nið- urstöður seinni flæðimælinganna voru bornar saman við niðurstöður þeirra fyrri Niðurstöður: Af 139 konum fengu 43 aftur með- göngueitrun, þar af 10 alvarlega. Fylgni var milli þess að konur hefðu haft óeðlilegar fyrri blóðflæðimæling- ar og meðgöngueitrun í seinni meðgöngu. Einnig var fylgni milli óeðlilegra mælinga í fyrri og seinni nieð- göngu. Meiri líkur voru á léttburum ef móðir hafði bæði meðgöngueitrun og óeðlilega fyrri blóðflæði- mælingu. Einnig jókst fjöldi keisaraskurða við sömu gildi. Ályktun: Oeðlilegar blóðflæðimælingar í a. uterina í báðum meðgöngum endurspeglar líklega þær form- breytingar sem verða á æðunum á meðgöngu. Með flæðimælingum mætti hugsanlega meta áhættu mæðra í áhættuhóp á næstu meðgöngum með tiliti til með- göngueitrunar, smávaxinna nýbura og keisaraskurða. Nýgengi klumbufóta á íslandi og afdrif þeirra einstaklinga sem fæddust meö klumbufót/fætur á árunum 1985-2000. Hjördís Sunna Skírnisdóttir", Höskuldur Baldursson og Halldór Jónsson jr2|."Læknadeild H.Í., 21 Bæklunarskurðdeild LSH , Fossvogi. Inngangur: Meðfæddur klumbufótur (talipes equinovarus) er flókinn fæðingargalli á fæti/fótum sem einkcnnist af equinus stöðu á ökkla og varus stöðu á hæl, ásamt adduction og supination á fram- leista. Á íslandi ættu að fæðast u.þ.b. 5 börn á ári með klumbufót miðað við tíðnitölur annars staðar í heim- inum, en þetta hefur aldrei verið kannað. Þar sem slíkar upplýsingar ættu að reynast heilbrigðiskerfinu mikilvægar svo og foreldrum barna sem fæðast með gallann m.t.t. hugsanlegs arfgengis, var þessi rann- sókn framkvæmd til að staðfesta tíðni sjúkdómsins og til að meta árangur meðferða sem beitt hefur síðastlið- in 15 ár. Efniviður og aðferðir: Til að kanna nýgengi og árangur meðferðar voru send spurningablöð til skjól- stæðingaT.R. sem fengið höfðu spelkur. Vegna lélegr- ar svörunar voru fengnar upplýsingar frá Fæðingar- skrá Islands um fjölda einstaklinga fædda með klumbufót/-fætur á árunum 1985-2000. Niðurstöður: 35

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.