Læknaneminn - 01.10.2002, Blaðsíða 7

Læknaneminn - 01.10.2002, Blaðsíða 7
Tékkland krufið í tætlur Elías Þ Guðbrandsson stud. med Inngangur Ég er staddur í stórmarkaði TESCO í Tékklandi að kaupa mér buxur, einar af þeim sem ég tók með mér í förina önduðust og tími kominn á þvott hjá hinum. Þar sem ég stend sveittur og reyni að ráða fram úr ó- skiljanlegu fatanúmerakerfi hringir síminn. Ég kipp- ist til af gleði, þetta kailar á stig í vinsældakeppninni. Mín fyrstu mistök voru að svara. í símanum er knár bekkjarbróðir minn í ritstjórn Læknanemans og spyr hvort ég sé ekki til í að skrifa um þetta ferðalag. Ferðalag til Tékklands, að flensa í innfædda. Seinni mistökin fólust í svarinu: “Já, ekki málið!” Nu sit ég sveittur, dæmdur fyrir framan tölvuna, rif seinasta hár- ið úr höfði mér og rembist sem rjúpan við staurinn að berja einhvern texta saman. En í upphafi skal endinn skoða, er sú speki sem ég hefi lært af móður minni. Hvert má rekja upptökin? Krufningar á íslandi Á íslandi eru engar anatómískar krufningar í námi okkar læknanema. Margt kemur þar til; framboð af líkömum til að kryíja, landið er fámennt og allir, meira en minna, skyldir hver öðrum. Því var á árum áður farið í kennsluferðir til Bretlandseyja, til hinna ýmsu borga, hvort sem það var í landi Engla eða Skota. Þessar námsferðir lögðust af á endanum og verða ástæður þess ekki tíundaðar hér. Áherslur í kennslu læknanema hafa tekið breyting- um í gegnum tíðina og er sífellt verið að draga úr mik- ilvægi líffærafræðinnar í námskránni. En ekki má gleyma að mikilvægt er að þekkja gerð og byggingu mannslíkamans. Krufningin er því mjög hjálpleg því hún gerir fræðin áþreifanleg. Sem dæmi má nefna, að það að finna n. og a. radialis og kryija leiðir þeirra fram í handlegg skilur mun rneira eftir sig en að lesa það í bók eða sjá af myndum. Einu kynni læknanema á stórsærri byggingu manns- líkamans fást nú með því að skoða myndaatlasa, tölvuforrit og svo nokkur lífsýni sem dregin eru fram í dagsljósið á vordögum til handa fyrsta árs lækna- nemum, sem læra þá útlimaanatómíuna sína, topographia membri superioris et inferioris. Að átta sig á legu strúktúra og afstöðu þeirra innbyrðis ein- göngu af myndum og texta reynist stundum þrautin þyngri. Eins og góður maður orðaði það: “Sko, þetta er allt önnur þrívídd.” Af hverju var farið Það er ekki að ég hafi strax hugsað með sjálfum mér, þegar ég hóf skólun í læknisfræðinni, að leggja land undir fót og stúdera frekar I íffærafræði mannslíkam- ans. Fyrst í vetur fór mér að koma það til hugar að gera eitthvað slíkt. Var það í samtölum við ferðafé- laga mína, sem voru þegar búnir að ígrunda þetta mál vel og vandlega. Varð úr að ég skellti mér með þeim í för. Alls fór- um við sex til Þetta eralltönnur þrívídd. 5

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.