Læknaneminn - 01.10.2002, Blaðsíða 16

Læknaneminn - 01.10.2002, Blaðsíða 16
Mynd 4: Búiö er aö koma legg fyrir inni í fleiðruholi og nokkru magni af vökva hefur verið tappaö af. Mynd: Þórdís Ágústsdóttir. rannsókn á vökva er fleiðruvökvi af óþekktri orsök sem er meira en sentimetri á þykkt í hliðarlegu á röntgenmynd. Mjög einfalt og hættulítið er að taka sýni af fleiðruvökva (myndir 1-4). Nægilegt er að taka um 20 ml af vökva eða minna til greiningar. Vökvinn er sendur í frumutalningu og deilitalningu. Einnig eru mæld prótein, LDH, glúkósi og pH. Aðrar rannsóknir miðast við hvaða grunur er um orsakir. Þannig eru gerðar ræktanir ef grunur er um sýkingu, þ.m.t. berklaræktun. Ef grunur er um krabbamein er gerð frumurannsókn. Greining orsaka fieiðruvökva Fleiðruvökva er skipt upp í vilsu (exudate) og útvessa (transudate). Til að greina þarna á milli var í upphafi notast við magn próteins í fleiðruvökva og var þá mið- að við að ef próteinmagn væri mcira en 30 g/L væri um vilsu að ræða. Þessi skilgreining leiddi hinsvegar til þess að um 10% af vökvasýnum voru ranglega greind. Þetta varð til þess að farið var að notast við „lactic acid dehydrogenasa” (LDH) mælingar og sýnt var fram á að meö þessu móti væri hægt að greina rétt á milli í 99% tilvika (8). Upp frá þessu setti Richard W. Light fram svokallaða „Light’s criteria” eða skil- yrði Light's sem eru eftirfarandi: Til að vökvi geti talist vilsa verður hann að uppfylla a.m.k eitt skilyrði afþremur: 1. Próteinmagn í tleiðurvökva deilt með prótein- magni í sermi er meira en 0,5 2. LDH í fleiðruvökva deilt með LDH í sermi er meira en 0,6 3. LDH í fleiðruvökva er meira en 2/3 af efri mörk- um LDH í sermi Þó að hægt sé að mæla ýmsa aðra þætti til að greina þarna á milli þá hefur þessi aðferð gefist rnjög vel og staðið fyrir sínu (13). Það er mikilvægt að greina á milli vilsu og útvessa því að ef urn er að ræða vilsu þá þarf frekari greiningu á vökvanum þar sem mismunagreiningar eru margar og erfitt getur verið að komast að greiningu. Ef um er að ræða útvessa cru mismunagreiningarnar færri og oft þarf ekki að gera frekari rannsóknir á vökvanum (- tafla 3 og 4) (14). Útlit vökva Við mat á vökvanum þarf fyrst að taka tillit til útlits, seigju og lyktar. Mest af útvessa og nokkuð af vilsu hefúr tæran strágulan lit, er seygjulaus og lyktarlaus. Vökvinn getur hinsvegar verið blóðlitaður, gruggugur, seigur og jafnvel með ákveðna lykt sem getur þá fært okkur nær orsökum vökvasöfnunarinnar. Frumur og efni í fleiðruvökva Hægt er að mæla marga þætti í fleiðruvökva og geta niðurstöður úr þeim mælingum oft fært menn nær greiningu (tafla 5). Það eru þó klínisk einkenni sem ráða oft því hvaða rannsóknir eru gerðar. Talning á rauðum blóðkornum er oft gerð ef vökv- inn er blóðugur á að líta en til að svo sé þarf ekki nema 5,000 - 10,000 blóðkorn/mm3 . Það þarfþví lítið blóð til þess að gera vökvann blóðugan og um 15% af út- vessa og 40% af vilsu hafa blóðugt útlit (15). Ef að yfir 100,000 blóðkorn/mm3 eru til staðar er rétt að mæla blóðkornaskil (hematocrit) og ef það er meira en 50% af því sem er í blóði þá er um blóðbrjóst (hemot- horax) að ræða. Blóðugur vökvi gefur ekki miklar vís- bendingar en ef um er að ræða blóðbrjóst þá er helst um þrjár greiningar að ræða; áverka, illkynja vöxt eða lungnarek (3). Fjöldi hvítra blóðkorna gefur ekki ntiklar upplýs- ingar en deilitalning (differential) eftir gerð þeirra get- ur komið að notum við greiningu. Mikill íjöldi dauf- kirninga (neutrophil) gefur ekki aðrar upplýsingar en að um sé að ræða bráða bólgu sem getur verið vegna fjölda orsaka. Ef meira en 50% af hvítum blóðkornum í vilsu eru eitilfrumur (lymphocyte) þá bendir það sterklega til illkynja vaxtar eða berlda en sýnt hefur verið frarn á að í nær öllum berklatilfellum og um 2/3 af illkynja vexti eru eitilfrumur yfir 50% af hvítum blóðkornum. (15, 16). Glúkósi getur komið að notum, og þá ef hann er lækkaður, en miðað er við 3,4 mmol/L. Það sem helst kemur til greina í þeim tilfellum er illkynja vöxtur, berklar, lungnabólga eða iktsýki í fleiðru. 14

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.