Læknaneminn - 01.10.2002, Blaðsíða 13

Læknaneminn - 01.10.2002, Blaðsíða 13
vinnustundir á kandídatsári eru fleiri hér en þar. Þá hefur því verið haldið á lofti að með lengingu kandídatsárs aukist möguleikar á vali af hálfu aðstoð- arlækna á því tímabili. Læknanentar og unglæknar hafa bent á að tilgangur þessa tímabils er fyrst og fremst að þjálfa unglækna verklega eftir sex ára nám sem að mestum hluta er bóklegt en ekki að kynna starfsemi einstakra sérgreina. Unglæknar eiga nú í kjaradeilu við hið opinbera og í tengslum við umræð- ur um lengingu kandídatsárs á liðnu ári var bent á að lenging myndi fresta veitingu lækningaleyfis og væri því bein kjaraskerðing. Þessu var svarað af stjórnend- urn á Landspítala háskólasjúkrahúsi á þann veg að ekki væri urn raunverulegt vandamál að ræða þar sem einungis þyrfti að aðlaga kjarasamninga að breyting- unni. Rétt er að benda á að nýverið var gerður kjara- samningur við sjúkrahúslækna þar sem tilfærsla úr launaflokki aðstoðarlækna í launaflokk deildarlækna miðast enn við veitingu lækningaleyfis en ekki starfs- aldur. Flutningsmenn tillögu um lengingu kandídatsárs á liðnu ári töldu ekki ólíklegt að breyt- ingin myndi kalla á styttingu náms við Læknadeild í kjölfarið. Skoðun læknanema og unglækna virðist liins vegar sú að eðlilegt sé að þessar breytingar verði með þeim hætti að þeir fyrstu sem ganga í gegnum styttra læknanám verði jafnframt þeir fyrstu sem gangist undir lengra kandídatsár. Á það hefur verið bent að með síðustu breytingu á kandídatsárinu hafi dvalartími aðstoðarlækna á sjúkrahúsum verið styttur og því sé erfiðara cn áður að skipuleggja fræðslu fyr- ir þá, þannig sé nauðsynlegt að lengja þennan tíma svo unnt sé að bæta fræðsluna. Félag ungra lækna fjallaði um fræðslu unglækna á fundi seint á liðnu ári og sendi í kjölfar þess frá sér ályktun þar sem harmað var hve illa hafði verið staðið að fræðslunni. Það liggur í hlut- arins eðli að rétt er að bæta úr þessu áður en þetta tímabil er lengt. Að lokum er rétt að undirstrika að enn hefur ekkert nýtt komið fram í þessu máli sem rökstyður umrædda breytingu og þangað til svo verð- ur er öll umræða um rnálið tímaeyðsla. Þeim tíma væri vafalítið betur varið í að undirbúa þær breytingar sem nauðsynlegar eru til þess að titillinn Cand. Med. geti talist eftirsóknarverður. Stutt tilkynning frá Rannsóknarráði læknanema. Kæru læknanemar! Rannsóknarráð læknanema samanstendur af hópi læknanema sem hittist reglulega í þeim tilgangi að auðga þekkingu sína á heimi læknavísindanna með lestri vísindagreina og umræðum um innihald þeirra. Læknanemar af öllum árum eru velkomnir og er meiningin í vetur að tengja efni fundanna námsefni hvers árs. Þannig gætu t.d. annars árs nemar tileinkað sér lífeðlis- og lífefnafræði sem tengist um- ræðuefninu og 3. árs nemar tækju meinafræðihlutann. Sú reynsla sem hlýst af því að mæta á fundina okkar og taka þátt í starfinu er fyrst og fremst gagnleg við nám og störf í framtíðinni, svo ekki sé minnst á hvað þetta er skemmtilegt. Ýmsar áhugaverðar upp- ákomur verða í vetur og verður hápunkturinn vafalaust þriðja ráðstefna Rannsóknar- ráðs læknanema, fyrstu helgina í nóvember, sem að þessu sinni verður jafnframt út- gáfupartý vegna útkomu Læknanemans. Allir sem taka þátt í starfinu hljóta góða þjálf- un í því að lesa vísindagreinar, kynna efni þeirra og öðlast betri skilning á tengslum klínískrar læknisfræði og rannsókna. Við vonumst til að sjá sem flesta í vetur. Emil Árni Vilbergsson, formaður. Jón Torfi Gylfason, ritari. 11

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.