Læknaneminn - 01.10.2002, Page 35

Læknaneminn - 01.10.2002, Page 35
flokksins í NOMESCO, sem í þessari rannsókn var sundurliðaður. Ljósabekkir og áhættan á sortuæxlum Elín Anna Helgadóttir", Bárður Sigurgeirsson121, Jón Hjaltalfn Ólafsson1’21, Viihjálmur Rafnsson3’ " Læknadeild Háskóla íslands,21 Húðdeild Landspítala-háskóla- sjúkrahúss,31 Rannsóknarstofu i heilbrigðisfræði Háskóla íslands. Inngangur: Undanfarin ár hefur tíðni sortuæxla auk- ist jafnt og þétt. Hérlendis hefur þessi aukning verið mest hjá ungu fólki, sérstaklega ungum konum og er sortuæxli nú algengasta krabbameinið í þessum aid- urshóp. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna ljósabekkjanotkun almennings og bera saman við sjúklinga með sortuæxli. Efniviður og aðferðir: Sjúklingahópurinn saman- stendur af 551 einstakling, 164 körlum og 387 konum. Samanburðarhópurinn samanstendur af 1653 einstak- lingum, valdir af handahófi í sama aldurs- og kynja- hlutfalli og sjúklingahópurinn. Útiloka þurfti 6 karla og 18 konur úr samanburðarhópnum. Spurningalistar voru sendir til samanburðarhópsins og hafa 841 svar- að skriflega en 138 símleiðis, 282 karlar(59%) og 697 konur(62%). Niðurstöður: Enn hefur ekki tekist að afla upplýsinga frá nægilega mörgum sjúklingum og því er eingöngu skýrt frá hegðunarmynstri viðmiðunarhópsins varð- andi ljósabekkjanotkun. Um 70% kvenna hafa notað ljósabekki en 35% karla. Notkunarmynstur kynjanna er þó svipað. Ljósabekkjanotkunin er mikil meðal ungs fólks, 54% karla og 94% kvenna 20 til 29 ára fór í ljós fyrir tvítugt. Notkunin minnkar með aldrinum, 39% karla og 70% kvenna 20 til 29 ára hafa farið í ljós síðustu 12 mánuði á móti 15% karla og 50% kvenna 40 til 49 ára. Yngri konur fara að auki í fleiri ljósa- tíma en eldri konur. 30% karla og 42% kvenna sem farið hafa í ljós hafa brunnið í ljósabekk. 37% kvenna af húðgerðum I og II hafa notað ljósabekki síðustu 12 mánuði. Alyktun: Ljósabekkjanotkun íslendinga er mikil, að- allega meðal ungs fólks og þá sérstalega kvenna. Þetta samræmist aukinni tíðni sortuæxla í þessum hópum en ekki er hægt að fuliyrða endanlega um þessi tengsl fyrr en viðmiðunarhópurinn hefur verið borinn saman við sortuæxlissjúklingana. Hefur þú kynnt þér Lífeyrissjóð lækna? ■ Lífeyrisgreiöslur til æviloka ■ Góö makalífeyrisréttindi ■ Örorkutrygging við starfsorkumissi ■ Góö ávöxtun og hagkvæmur rekstur ■ Hagstæö lán til sjóðfélaga ■ Fjölmargar leiöir fyrir séreignasparnaö ■ Dagleg yfirlit um innborganir og inneign ■ Ráögjöf ... og margt fleira Nánari upplýsingar eru á: www.llaekna.is LÍFEYRISSJÓÐUR LÆKNA ÍSLANDSBANKI Rekstraraðili: íslandsbanki - Eignastýring, Kirkjusandi, sími: 560 8900. myndsendir: 560 8910, netfang: verdbref@isb.is, veffang: www.isb.is Kirkjusandi, 155 Reykjavík Sími: 560 8970, Myndsendir: 560 8910 Netfang: ll@llaekna.is, Veffang: www.llaekna.is

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.