Læknaneminn - 01.10.2002, Blaðsíða 34

Læknaneminn - 01.10.2002, Blaðsíða 34
Idiopathic thrombocytopenic purpura: Faraldsfræði, meðferð og afdrif íslenskra barna á árunum 1981-2000. Berglind Þóra Árnadóttir", Ólafur Gísli Jónsson21, Guðmundur K. Jón- mundsson21, Jón R. Kristinsson21, Ásgeir Haraldsson21. "Læknadeild Háskóla íslands, 2)Barnaspítala Hringsins. Inngangur: Idiopathic thrombocytopenic purpura (ITP) er sjúkdómur sem stafar af fækkun blóðflagna og lýsir sér í börnum oftast með skyndilegri blæðinga- tilhneigingu. í þessari rannsókn voru teknir saman faraldsfræðilegir þættir ITP auk þess sem meðferð og afdrif sjúklinga voru könnuð. Jafnframt var styrkur gigtar- og ónæmisþátta í sermi sjúklinga athugaður og tíðni sjálfsofnæmissjúkdóma í nánustu fjölskyldu þeirra metin. Sjúklingar og aðferðir: Skoðaðar voru sjúkraskrár allra 60 barna yngri en 16 ára sem á árunum 1981- 2000 höfðu fengið greininguna ITP á sjúkrahúsunum í Reykjavík og á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Af 43 sjúklingum sem boðaðir voru komu 33 til skoð- unar og blóðrannsókna þar sem mæld voru, auk al- menns blóðhags, RF, ANA, immúnóglóbúlín og undir- flokkar IgG. Niðurstöður: Nýgengi ITP reyndist vera 4,1/100.000 börnáári. Meðalaldur var 3,5 ár. Kynjahlutfallið var 1,1:1 í kjölfar greiningar voru 45% sjúklinga meðhöndlaðir með IVIg, 27% fengu enga lyfjameð- ferð og 18% fengu stera. Langvinnt form ITP (blóð- flögufjöldi <150 þús/(l í meira en 6 mánuði samfleytt) fengu 23% sjúklinga. Alls fóru 4 í miltistöku (7%). Af þeim sjúklingum sem lil viðtals kornu höfðu 39% jákvæða íjölskyldusögu um ýmsa sjálfsofnæmissjúk- dóma og hækkanir á RF og ANA mældust í 12% til- fella. Einn sjúklingur mældist með IgA skort. Alyktanir: Niðurstöður okkar samræmast að mestu erlendunr rannsóknarniðurstöðum. Athyglisvert er að nýgengið er marktækt hærra (p=0.001) á seinni 10 árum rannsóknartímabilsins(6/100.000) en á fyrri 10 árunum (2,3/100.000) en ekki er ljóst af hverju þessi munur stafar. Nokkur hluti sjúklinga reyndist vera með hækkun á sjálfsofnæmisþáttum en þýðing þess er óviss. íhugunarefni væri því að kanna tíðni hækkana í sambærilegum viðmiðunarhóp úr almennu þýði og tíðni jákvæðrar fjölskyldusögu um sjálfsofnæmissjúk- dóma. Heimaslys Dögg Hauksdóttir11, Jón Baldursson2’, Brynjólfur Mogensen2’ '’Læknadeild Háskóla íslands,2) Slysa- og bráöadeild Landspítala Háskólasjúkrahúss Fossvogi. Inngangur: Slys á heimilum eru meðal algengustu slysa á Islandi. Arið 2000 voru 12488 komur á slysa- deild Landspítala Háskólasjúkrahúss Fossvogi vegna slysa á heimilum. Það eru 42% af öllum komum vegna slysa og voru flestir í aldurshópnum 1 - 4 ára. Til að draga megi úr tíðni heimilisslysa þarf að efla forvarnir. Það er hægt að gera með bættri slysaskrán- ingu. Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvar á heimilinu, við hvaða aðstæður slysin verða og með meiri nákvæmni en gert er með núverandi slysaskrán- ingarkerfi, með það fyrir augum að efla forvarnir. Efniviður og aðferðir: í úrtaki voru sjúklingar sent leituðu til slysa- og bráðadeildar Landspítala Háskóla- sjúkrahúss Fossvogi vegna slys á heimilum á tímabil- inu 4. janúar til 4. mars 2002. Alls voru 278 þátttak- endur í rannsókninni. Þátttakendum var afhenntur spurningalisti með fimm spurningum. Gögn voru skráð í access-skjal byggt á NOMESCO-slysaskrán- ingarkerfinu og unnið úr niðurstöðum í Excel. Slysa- greiningar og innlagnir voru fengnar úr Sögu sjúkra- skráningarlcerfinu og svörum Röntgendeildar í Foss- vogi. Notað var áverkaskor (ISS) til að meta alvar- leika slysanna. Niðurstöður: Af 278 tilfellum voru 101 börn innan við 10 ára, eða 36%. Karlmenn voru í meirihluta framan af ævi en hlutfallið snýst við um miðjan aldur. Algengasti áverkahátturinn var högg vegna falls (42%) og sá næst algengasti var högg vegna árekstrar við húsbúnað. (23%). Börn innan við 10 ára höfðu í 45% tilfella slasast vegna falls. Algengasta gólfefnið í þessari tegund slysa var parket. Framleiðsluvörur sem orsökuðu slysið voru oftast í flokknum húsgögn og vefnaðarvörur (59). Averkaskor var oftast 1 en hæst 10. Innlagnir voru tvær. Ályktanir: Niðurstöðurnar benda til þess að slys í heimahúsum séu oftast vegna falls eða höggs. Börn eru langstærsti hópur slysaþola og kynjaskipting inn- an aldurshópa er í samræmi við sambærilegar rann- sólcnir. Athygli velcur að þegar húsgögn og vefnaðar- vörur eru slysavaldur er í 58% tilvikum um að ræða börn innan 10 ára. Niðurstöðurnar benda til þess að slys á börnum séu í fáum tilfellum vegna sérhannaðra húsgagna fyrir börn eða leikfanga, heldur vegna ann- arra húsgagna á heimilinu. Einnig velcur athygli að flest slysin verða innan setustofu og svefnherbergis 32

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.