Bændablaðið - 02.11.2023, Side 49

Bændablaðið - 02.11.2023, Side 49
49Bændablaðið | Fimmtudagur 2. nóvember 2023 CLT – EININGAR �r�ssl� �ar ��bur�iningar Grænar  byggingalausnir TIMBURGRINDARHÚS WWW.EININGAR.IS SÍMI: 565 1560 einingar@einingar.is EININGAR EHF Haukur og Kiddi eru ekki róbótar Hringdu í vini og fáðu tilboð hjá fyrirtækjaþjónustu Olís, í síma 515 1100, eða á olis.is. Fyrirtækjaþjónusta Olís Alvöru fólk með alvöru þekkingu og reynslu Þeir eru alvöru sérfræðingar með áratuga reynslu og vita allt um smurolíur á landbúnaðartæki jafnt sem skipaflotann. Í stjórn Íslenska bútasaums- félagsins sitja nokkrar mætar konur, en ein þeirra, Sigrún Ingibjörg Sveinbjörnsdóttir, er farin að huga að jólunum. „Þegar líður á árið er alltaf gaman að föndra eitthvað hátíðlegt til skreytinga heima við eða mögulega nota sem pakkaskraut,“ segir Sigrún. Hún bætir við að upplagt sé að spreyta sig á meðfylgjandi uppskrift enda saumaskapurinn þar bæði skemmtilegur og auðveldur, enda sé bæði hægt að sauma í vél og í höndunum. Áhugasamir lesendur geta nú sest við sauma, og muna að hafa eftirfarandi við höndina: Fallegt efni, td. úr bómull eða filti, troð, tvinna/útsaumsgarn, skæri, nál eða saumavél, nú og svo perlur/ pallíettur eða annað sem má sauma á til skreytinga. En gefum Sigrúnu orðið: „Byrjið á að klippa út efnið sem á að nota í verkið. Næst að sauma jólatréð saman. Ef það er gert í saumavél er best að klippa sniðið aðeins stærra en áætlað er, því það er saumað saman á röngunni og svo snúið við. Þeir sem sauma í höndunum gera það hins vegar á réttunni með tvinna eða útsaumsgarni. Fyllið tréð léttilega með smá troði og fyrir þá sem vilja er gaman að skreyta það með perlum eða pallíettum. Skiljið eftir op neðst á trénu fyrir trjástofninn. Stofninn má í stað efnis, vera úr einhverju öðru, hvort sem það er tréstubbur eða kanilstöng. Saumið fótinn á tréð og/eða festið með lími. Eins er farið að með trukkinn, saumað er með vél eða í höndunum. Ef saumavél er notuð í verkið er gott að hafa opið (fyrir troðið) ofan á pallinum til þess að hægt sé að festa tréð þar við. Setjið smá troð í bílinn. Ekki gleyma að setja band í þakið á bílnum til að geta hengt hann upp. Þegar bíllinn er kominn saman eru dekkin fest báðum megin með þræði- spori, eða hvernig sem hentar best. Næst eru gluggastykkið og ljósið fest á sama hátt og síðast eru útlínur saumaðar á bílinn, með aftursting eins og sýnt er á myndinni Einnig getur verið gaman að gera sína eigin útfærslu af bílnum og þá má t.d. kíkja í töluboxin, hvort leynist þar gamlar tölur sem hægt er að nota sem dekk eða ljós. /SP Bútasaumur: Saumum nú jólaskraut Kristín Erlendsdóttir, ein kvennanna í stjórn Íslenska bútasaumsfélagsins saumaði pallbílinn hér á myndinni af kostgæfni. Mynd / Aðsend Klippa skal út tvö stykki af tré, trjábút, bíl og framljósi en fjögur stykki af hjólum og hjólkoppum. Gott er að teikna munstrið upp á bökunarpappír í því stærðarhlutfalli sem hentar og klippa efnið eftir því. Volkswagen Caddy Verð frá: 4.890.000 kr. Eigum bíla til afhendingar

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.