Úrval - 01.03.1964, Blaðsíða 30
20
ÚRVAL
í London barðist hann hatramm-
lega gegn sjálfstæði, en hinir
„Þrír Stóru“ voru óbifanleg'ir.
Þrátt fyrir bænir og tár ráð-
gjafa sinna á Kýpur lét Makarios
undan. Sjálfstæðisdagur Kýpur
var ákveðinn 16. ágúst, 1960,
brezki fáninn var dreginn niður,
og brezki landsstjórinn sigldi á
brott. Líklega hefur sjálfstæði
aldrei verið tekið með slíkri
ólund. „Þetta var eins og jarðar-
för,“ sagði maður nokkur. Maka-
rios hafði verið kjörinn forseti
og undir stjórn hans hafði Kýp-
ur sótt um upptöku i brezka
samveldið.
I dag er ástandið á Kýpur
mjög slæmt. Landið er klofið
i tvennt — gríska og tyrkneska
hlutann. „Þeir eru“ sagði fransk-
ur áhorfandi, „eins og hjón.
sem eru skilin, en verða samt
að búa i sama herberginu.. .
eins og Siamstvíburar, sem hat-
ast..
Þar sem verzlun með Pepsi-
Cola og Coca-Cola er í höndum
griskra, þá neita tyrkneskir að
neyta þessara drykkja, — þeir
drekka sitt eigið Bell-Cola,
sem er þýzkt og verzlað er mcð
af tyrkneskum fyrirtækjum. Báð-
ir hlutar hafa sína eigin lög-
fræðinga, lækna og verzlanir.
Tyrki myndi heldur vera
benzínlaus en að kaupa benzin
á grískri benzínstöð. Báðir hafa
sérstaka sóla með grísku og
tyrknesku sniði.
Til þess að verjast áhrifum frá
gríska meirihlutanum, þá beita
Tyrkir öllum hugsanlegum ráð-
uin sein Zúrichsamningurinn
kveður á um. Það er undarlegt,
að samningurinn geri ráð fyrir
svokallaðri „70—30“ reglu, sem
veitir Tyrkjum 30% rétt til af-
skipta i málum Kýpur, en tyrlc-
neski minnihlutinn er aðeins um
20%. Forsetinn er grískur, vara-
forsetinn tyrkneskur, og' hafa
báðir neitunarvald i ýmsum mál-
um. Sjö ráðherranna eru grískir,
þrír tyrkneskir. Tyrkir lieimta
sin 30%, hvar sem þeir geta.
Jafnvel þingið, sem starfar í
einni deild, er skipt á milli
hlutanna, 35 Grikkir og 15 Tyrlc-
ir.
Til þess að skera rir ýmsum
vandamálum, þá mælir Zúrich-
samningurinn fyrir um hæsta-
rétt, sem skipaður sé þremur
dómurum: einum grískum
Kýpurbúa, öðrum tyrkneskum
Kýpurbúa og þeim þriðja, for-
setanum, sem alltaf verður að
vera útlendingur, sem báðir geta
sætt sig við. I dag er þessi valda-
mikli dómari, sem á margan hátt
hefur orðið hinn eini raunveru-
legi dómari á Kýpur, vestur-
þýzkur, og talar hann hvorki