Úrval - 01.03.1964, Blaðsíða 157
LÍF THEODORES ROOSEVELTS
147
leið og ávarpaði um 3 milljónir
rrianna. í einni skyndiferðinni
i lok kosningabaráttunnar heim-
sótti hann 24 fylki og 567 borgir
og flutti þar 673 ræður. Þeir
McKinley unnu með 850.000 at-
kvæða meirihluta af þeim 13.
500.000 atkvæðum, sem greidd
voru.
FORSETAMORtí
Þeir unnu ekki embættiseið
fyrr en í marz, og' lagði Roose-
velt þvi af stað í veiðiferð til
Golorado. Ætlaði hann að veiða
gaupur og púmur. Eru notaðir
hundar við veiðarnar og þeir
látnir reka dýrin upp i tré, en
þar eru þau svo skotin. En oft
umkringdu hundarnir dýrin á
jörðu niðri, og þá óð Roosevelt
inn i miðja hrúguna og vann á
púmunni með veiðihníf.
Að veiðiferðinnni lokinni
sneri hann aftur austur á bóg-
inn og tók við émbætti sínu.
Þ. 6. september kom liann til
Vermontfylkis til þess að halda
þar ræðu. Þar barst honum
símahringing frá Buffalo i New
Yorkfylki. Og fregnirnar voru
válegar: Skotið hafði verið tveim
skotum að McKinley forseta, og
var líðan lians nú slæm.
Roosevelt flýtti sér til Buffaló.
Hann var sem lamaður. Forset-
inn virtist á batavegi, er hann
kom þangað næsta dag, og um
lcvöldið voru læknar þess full-
vissir, að hann myndi lifa þetta
af. Og þrem dögum siðar var
þjóðinni tilkynnt, að hann væri
úr hættu. Því hélt Roosevelt aft-
ur til fjölskyldu sinnar, sem var
i sumarleyfi í Adirondacksfjöll-
um.
Þar eyddi iiann tveim dögum
með Edith og börnunum, en
honum barst skeyti þ. 13. sept-
ember, er hann var í fjallgöngu,
og var efni þess á þessa leið:
FORSETINN VIRÐIST VERA Aí)
DEYJA OG RÁÐHERRARNIR Á-
LÍTA AÐ ÞÉR ÆTTUÐ AD
KOMA TAFARLAUST.
Það var að koma myrkur, og
ekkert farartæki var nálægt.
Sent var eftir vagni 6 mílna
leið, og kl. 11 um kvöldið lagði
Roosevelt af stað i vagninum
til næstu járnbrautarstöðvar,
sem var 50 mílur i biírtu. Þeir
náðu til stöðvarinnar eftir að
hafa skipt þrisvar um hesta.
Ferðin hafði tekið þá 6 stundir,
enda var komið niðamyrkur,
og aðeins um mjóa fjallstíga að
ræða. Þar beið ritari Roosevelts,
og tilkynnti honum, að Mc-
Kinley forseti hefði dáið klukk-
an 2 um nóttina.
Roosevelt gekk á fund for-
setaekkjunnar í Buffalo næsta
dag og vottaði henni samúð
sína. Síðan tilkynnti hann ráð-
herrum stjórnarinnar, að hann