Úrval - 01.03.1964, Blaðsíða 82
72
ÚRVAL
Fjögur stutt og hvell neyðar-
flaut vekja alla um fimmleytiÖ
næsta morgun. Ég þýt hálfklædd-
ur upp á þilfar. Búið er að snúa
bátsskrúfunum aftur á bak, og
það brakar og brestur í hinu
mikla bákni þarna rétt við Tho-
mas-nes, rétt norðan við Baton
Rouge. Þarna i þrengslunum við
nesið nálgast dráttarlest, og eng-
inn veit, hvað bún ætlar að
Fljótaskipið „Oshólmadrottningin"
heldur frá Memphis.
verða löng. En hún reynist ekki
vera nema tveir prammar, og
þegar hún kemur öll í ljós, brosa
allir og varpa öndinni léttara.
Árekstrar eru sjaldgæfir, en
þó verður stundum ekki forðað.
Og þá verður eitt allsherjar
búmm, eins og Marlow segir,
bitar fljúga, þykkar stáltaugar
siitna eins og tvinni, járn flýgur
eins og byssukúlur, og prarom-
arnir tvístrast um alla ána.
Utan af ánni er Baton Rouge
til að sjá sem fitugur frumskóg-
ur af oliuhreinsunarstöðvum og
spúandi reykháfum. Þarna er
upphafið á endi árinnar, og
þarna er að sjá fyrsta forboða
sjávarins. Þangað sigla hafskip-
in til að ná í brotajárn og olíu.
Þetta er paradís Templetons.
Þarna er Red Eye Crossing, þar
sem andrúmsloftið er þungt og
mollulegt. Fljótið er eins og
þunnt kaffi, bakkarnir eins og
kolsvart kaffi. Hann opnar dyrn
ar á brúnni upp á gátt, dregur
djúpt andsnn og virðist njóta
lífsins. „Umm, finnið þið bara
þetta ferska loft, þetta dásamlega
loft!“
Sunnan við .Baton Rouge má
víða sjá olíuvinnslustöðvar og
grámyglulegar bauxít-verksmiðj-
ur. Templeton andar að sér
þessu ferska lofti sínu — heitu
ísætu lofti með fenjakeim. Ég
ligg letilega á leðurbekk aftan