Úrval - 01.03.1964, Blaðsíða 98
88
ÚRVAL
bæði af Svalbarðsströnd og inn-
an af Akureyri. Sú leit bar eng-
an árangur, þótt leitaS væri dög-
um saman, nema sauðkind sú,
þeir höfSu í bátinn tekiS, fannst
þar lifandi og uppi standandi
á rinda.
Vetur þessi, 1935—1936, var
einn hinn snjóþyngsti. Um páska
gerSi þó hlálcu, og leysti nokk-
uS af skammdegishjarninu. Þá
var enn hafin leit í IiliSinni
kringum Knarrarnes. Þá fannst
Hallur frá Látrum. ÞaS sást, aS
hann hafSi skammt farið á landi
og skriðið síðasta spölinn. Hann
var fáklæddur, svo sem vitað
var, og skólaus. Eflaust hefur
hann verið alblautur úr sædrif-
inu og fötin frosið að honum og
kuldinn fljótt heltekið hann.
Lítill vafi er á því talinn, að
vélin í bát þeirra Látrafeðga
hafi stöðvazt í upphafi bylsins.
Sjómenn við Eyjafjörð dá þrek
og snilli þeirra feðga að fara
svo langa leið í sliku veðri án
segls og vélar og hitta eina stað-
inn, sem talinn var mögulegur til
lendingar austan fjarðarins, i
slíku veðri. Steingrimur Hall-
grímsson var af sveitungum sín-
um talinn harðna við hverja
raun. Hr num óx ásmegin viS
mótlæti. Hann lét aldrei hug-
fallast. Búskapurinn á Látrum
sannar þetta eftir áfallið er þeir
misstu bústofninn á Skeri, en þó
öllu framar síðasta sjóferðin.
ErfiSur varð þessi vetur fólk-
inu á Látrum. Harðindin lokuðu
landleiðum og ekki bátur né
mannafli til samgangna á sjó.
Þó var þraukað viS búskap af
sama fólki næsta fardagaár
1936—1937, en þá fluttist margt
af því brott. Axel bjó þá á Látr-
um fardagaárið 1938—1939 í
sambýli við Hólmgeir Árnason
frá Eyri á Flateyjardal (Iínarr-
areyri). Þá fer jörðin i eyði,
er Axel fluttist að Svæði í Höfða-
hverfi.
Vorið 1941 fluttust þó þrír
Akureyringar að Látrum og
hófu þar búslcap: Marinó Sig-
urðsson, Kristinn Sigurðsson og
Sveinbjörn Einarsson. Sá bú-
skapur varaði þó aðeins tvö ár.
Vorið 1943 fór jörðiír'að fullu
i auðn.
Meira er sagt hér frá Látrum
en öðrum býlum. Það er tekið
sem dæmi þess mikla hlutverks,
sem einangruð stórbýli gátu haft
á þjóðlíf liðinna tíma.
Ritað í janúar 1958.
»»««