Úrval - 01.03.1964, Blaðsíða 100
90
ÚRVAL
ur einn maSur þá sérstöðu, að
hann, gerði mig að þvi, sem ég
er. Hann valdi mér það lífs-
starf, sem ég gerði að mínu,
og að því Ieyti, sem hamingja
mín er þar, rétti hann mér
hana i hendur.
II.
Sé forlögum sleppt og for-
saga stutt rakin, verður fyrst
fyrir i minningunni haustið
1929. Ég var innritaður nem-
andi í Laugarvatnsskóla og kom-
inn þangað ofan úr Hvítársíðu.
Við skólasetninguna var mann-
fjöldi mikill i augum þess, sem
úr fámenni kom. Athygli mína
vakti þó einkum sá maðurinn,
sem þá var dóms- og kennslu-
málaráðherra. Fyrir þann mann
liafði ég löngum i orðræðum
fórnað heiðri mínum og vinsæld-
um, og eftir því, sem verr bitu
vopn mín, óx aðdáun mín og
ást á manni þeim. Aldrei hafði
ég séð hann svo nærri mér,
sem þarna.
Daginn eftir skólasetninguna,
þegar kennslumálaráðherra var
búinn til brottferðar ásamt konu
sinni og tveimur ungum dætr-
um, var ég úti staddur. Það er
misskilningur, að ég hafi ætlað
að ná tali af dálæti mínu. Til
þess var ég um of verðleika-
laus. En i fylgd með fólkinu,
sem var að fara, tók ég eftir
hávöxnum, en fremur grann-
vöxnum manni. Hann kvaddi
fólkið og var auðséð, að vinir
kvöddust. Síðan gekk hann inn
í skólahúsið. Þar sem hann fór,
hafði ég' séð Sigurð Thorlacius
í fyrsta sinn, svo að ég muni.
Sigurður kenndi næsta vetur
við Laugarvatnsskólann og með-
al þess, sem hann kendi mér,
var reikningur. Það gekk fjarska-
lega illa hjá okkur báðum. Við
fórum þar sinn til hvorrar átt-
ar. En þó að leiðirnar greindi
þarna, lágu þær saman á öðrum
sviðum meðal annars i útiveru-
stundum og ýmis konar þegn-
skylduvinnu fyrir skólann. Sig-
urður varð einnig og mjög fljót-
lega sjálfkjörinn foringi í ýmsu
félagsstarfi meðal nemenda. Ég
sótti til hans einkatima, en geta
verður þess, að ekki voru þeir
í reikningi. En í herbergi hans
sagði ég honum ævisögu mína
alla. Hann sagði mér brot úr
sinni ævisögu. Ilún var aðeins
lengri en mín og viðburðir henn-
ar fleiri.
Umræddur vetur leið mjög
hratt. Síðan leið vor og sumar.
Þegar ég kom i Laugarvatns-
skóla um haustið, var þar eng-
inn Sigurður Thorlacius. Hann
var orðinn skólastjóri Austur-
bæjarskólans í Reykjavík. Þá
var að taka því. Þann 1. des.
kom hann austur að Laugar-