Úrval - 01.03.1964, Blaðsíða 151
LÍF TIIEODORES ROOSEVELTS
141
þeirra illa, og vissu þeir ekki,
hvaðan á þá stóð veðrið. Á sex
árum breytti hann skipan 26000
ríkisembætta og kom á sam-
keppnisprófuin, er sótt var um
þau embætti. Þegar Harrison for-
seti sagði álit sitt á Roosevelt
mörgum árum siðar, mælti hann
á þessa leið: „Einu erfiðleik-
arnir, sem ég átti í með stjórn-
ina á honum, voru fólgnir í því,
að hann vildi binda endi á allt
hið iíla i heiminum á einum
degi — frá sólaruppkomu til
sólarlags.“
Næst var ltann svo skipaður
yfirlögreglustjóri New Yorkborg-
ar. Lögregluliðið mátti lieita ger-
spillt í heild. Hann kom strax
á þungum refsingtim og sektum
fyrir trúnaðarbrot i starfi. Og
Íiann tók sjálfur að þramma um
borgarstrætin seint á kvöldin
til þess að finna sökudólgana
meðal lögregluþjónanna. Oft
lauk þeim ferðum ekki fyrr en
í dögun. Siðan hóf hann nýjan
starfsdag eftir svolítinn lúr.
Hann komst að því, að það
voru kráreigendurnir, sem vortt
að mörgu leiti undirrót spill-
ingarinnar innan lögreglunnar.
Sunnudagssala á áfengi og bjór
var ólögleg, en lögregluþjónun-
uni var mútað til þess að láta
slíkt afskiptalaust, og var því
roksala á kránum á sunnudög-
um. Sumir lögregluþjónanna
glöddust þegar hann tók í taum-
ana, en aðrir kunnu þvi illa,
t. d. hinir mörgu borgarbúar
af þýzkum ættum, sem eyddu
venjulega síðdegi sunnudagsins
i bjórgörðum sínum í fylgd eig-
inkvenna og barna. Þeir fóru
því í mótmælagöngu skömmu
ei'tir kosningarnar árið 1895 og
buðu lögreglustjóranum að mæta.
Einn göngumanna hrópaði ögr-
andi röddu yfir mannfjöldannn:
„Wo ist der Roosevelt?“ (Hvar
er þessi Roosevelt?“
Roosevelt var ekki vanur að
láta hólmgönguáskoranir eins og
vind um eyrun þjóta. Hánn liróp-
aði því til hans „Hier bin ich!“
(Hér er ég!) Mannfjöldinn hló
góðlátlega að svari þessu. Og á-
rásin á hann snerist upp i pers-
ónulegan sigur.
Hann kom á miklum umbót-
um á þeim tveim árum, er hann
starfaði sem lögreglustjóri. Hann
kom á skriflegum prófum ný-
liða. Einnig kom hann á laggirn-
ar talsímasambandi milli deilda
og starfsmanna innbyrðis og
„reiðhjóladeild", sem var fyrir-
rennari umferðar- og þjóðvega-
lögreglunnar.
Hann var í miklu uppáhaldi
hjá dagblöðunum. Eitt blaðið
kallaði hann stærsta mann New
Yorkborgar. Annað sagði, að
hann væri forsetaefni þeirra.
Þegar tveir blaðamenn, sem