Úrval - 01.03.1964, Blaðsíða 81
FEfíf) NIÐVR RISAFLJÓTIÐ MISSISSIPPI
71
þar sem lík DeSoto, bundið við
trjábol og steina, var sent nið-
ur í djúpið.
Við vöknum fjórða júlí bundin
við Filter Landing, 40 mílum
fyrir norðan Vicksburg; við er-
um að bíða þess, að þykkur,
hvítur þokubakki hverfi út í
morguninn. Eftir morgunverð
höldum við áfram, förum fram
hjá glæsilegri, hvitri skonnortu,
sem liggur undir nesi einu. Það
er undarlegt að sjá þetta haf-
skip hérna í miðri moldarleðj-
unni. Kolasölumaður frá Iíent-
ucky kvartar yfir liita. Temple-
ton — frá Centerville í Mississ-
ippi er sama um hitann. „Ég
er gamall pelíkan," segir hann.
Og allt í kringum okkur eru nú
pelíkanar, sem flögra í þykku
loftinu yfir ánni og fenjunum.
Og þá segir Marlow frá Nat-
chez hátíðlega: „Það er hart að
fara frá Vicksburg þann fjórða
(þjóðhátiðardag Bandaríkj-
anna). Það var einmitt þan»
fjórða, sem Vicksburg féll, sltal
ég segja þér.“ Hann lítur á mig,
Norðurríkjamanninn, áhyggju-
fullur. „Þeir héldu ekki þann
fjórða hátíðlegan i Vicksburg
i gamla daga. Þá var hann sorg-
ardagur.“
Þegar þessi nauðsynlegi Suð-
urríkjabarningur er um garð
genginn, höldum við enn áfram,
innan um kalkúna, dádýr og
pelikana, fljótandi græn tré og
trjáboli, dráttarbáta, sem koma
og fara með miklum blæstri.
Og áhafnirnar — sem eiga sér
engan frídag — mála þilförin,
á meðan stýrimennirnir láta
móðan mása i gegnum sendi-
tækin, og kokkarnir halla sér
upp að dyrum eldhússins. Það
rymur i rauðglóandi dieselvél-
unum, sem blása frá sér hita
og gufu, og kjölfarið hlykkjast
trygglynt á eftir bátnum.
Brátt birtist Vicksburg, Gib-
raltar Suðurríkjanna. í fjarska
gnæfir stríðsminnismerkið við
himin. Við Natchez hækka
bakkarnir, og hvít hús sjást
uppi á klettunum. Niðri við ána
sjást rústirnar af Natches-Under-
the-Water, sem speglast, log-
rauðar og rómantískar í vatn-
inu — nokkur dökkrauð hús,
sem eru að falli komin minna
ferðamanninn á það, sem eitt
sinn var eitt mesta lastabæli
veraldar. Á fimmta tugi síðustu
aldar varð þesi borg lasta,
morða og ólifnaðar ánni að bráð.
Þarria er ekki annað eftir en
sandbakki, þakinn illgresi og
ömurlegur á að líta.
FfíÁ NATCHEZ TIL NEW
ORLEANS.
Við siglum áfram. Nóttin skell-
ur á okkur i Concordia-héraði
í Louisiana-fylki.