Úrval - 01.03.1964, Blaðsíða 130
120
ÚRVAL
ferðalögin, aftur og fram í tím-
ann. Og þar sem það hefur sýnt
sig, að allir aðrir spádómar
þeirra hafa rætzt, þvi skyldum
við þá telja það óhugsandi, að
spádómar þeirra um tímavél-
arnar og tímafarartækin geti
einnig rætzt, að mönnum verði
það einhvern tíma kleift að ferð-
ast í líkama sínmn aftur og fram
um aldir, öldungis eins og' sögu-
hetjur vísindareyfaranna og
teiknimyndaflokkanna, eða á
einhvern svipaðan hátt?
FLÖKUNARVÉL FYRIR SÍLD OG SARDÍNUR.
Framleiðandi I Antwerpen hefur sent á markaðinn flökunar-
vél, sem er sérstaklega gerð fyrir síld og sardínur. Þessi nýja
vél er einföld að gerð og þægileg í meðförum. Hún er smíðuð
úr ryðfriu efni, aðallegá aluminium, knúin 370 watta rafmótor
með 220—380 volta spennu. Nettóþyngd vélarinnar er um 88
pund, og hún þarf ekki nema 10 ferfeta gólfrými.
Vélin sníður svonefnd „fiðrildaflök“, en getur þó einnig sniðið
einstök flök einfaldlega með þvi að snúa snerli, sem breitir still-
ingu hennar. Hægt er að flaka 3600 sildar á klukkustund. Sé
hausinn tekinn af um leið, eru afköstin ei-tthvað nálægt 2000
síldum á klukkustund. Ef fiskur af ýmsum stærðarflokkum er
settur í vélina, stillist hún sjálfkrafa á hinar mismunandi stærð-
ir. Hún getur jafnt sniðið saltsíld sem matjesverkaða og skorið
haus og sporð um leið, sé þess óskað. Meira að segja sníður hún
hálfa fiska og fiskbút.a án þess að stíflast. Vélin notar 4% til 7
lítra af vatni á mínútu til að hreinsa fiskinn meðan hún flakar
hann og skolar úrganginum burtu.
Þessi belgíski framleiðandi hefur einnig smíðað sérstaka flök-
unarvél fyrir brisling, en af honum fara 36—45 fiskar í pund-
ið. Framleiðandinn telur, að þá vél mætti einnig nota fyrir ann-
an smáfisk, t. d. spærling.
CCommercial Fisheries Review).
DVERGRAFALL.
Örlítill rafall, sem gengur fyrir örsmárri benzinvél, er mjög
handhægur fyrir ferðamenn i útilegum. Hann famleiðir 350 wött
af 115 volta straum, en vegur aðeins 4 kg.
Looking Ahead.