Úrval - 01.03.1964, Blaðsíða 120
110
ÚRVAL
fæðingin. Hin síðari verður svo
er unginn yfirgefur pokann eftir
sex til átta mánuði. Áður en
það verður, kunna einn eða tveir
nýir ungar að hafa bætzt við
i pokann. Kvendýrið getur eign-
ast fimm unga á tveimur árum.
En hvað er nú kengúra? Þessi
spurning er ekki eins heimsku-
leg — eða eins auðvelt að svara
•—- eins og virðast mætti. Hinn
frægi ástralski rithöfundur, A.'B.
Patterson (við kvæði hans,
Waltzing Matilda var samið lag,
sem síðar varð óopinber þjóð-
söngur Ástralíu), kallaði kengúr-
una „eitt þeirra dýra, sem Nói
gleymdi." Þessi athugasemd á
líklega nokkuð vel við. Því að
eftir því sem menn bezt vita,
er kengúran forsögulegt ferliki,
(monstrum) sem fór smá minnk-
andi eftir þvi sem aldir liðu,
en þróaðist aldrei til jafns við
neitt af þeim háþróaðri dýrum,
sem eru rikjandi á jörðu vorri i
dag.
Eftir steingerðum leifum að
dæma, eru stærstu núlifandi
kengúrur dvergar, i samanburði
við forfeður sína, sem voru tiu
fet á hæð og höfuðið á stærð
við hestshöfuð. Margir afkom-
endur þeirra i dag ná þó all-
verulegri stærð. Hin stærsta,
sem um er vitað, var 125 kíló
og 8 fet og 8 þumlungar á lengd
frá trýni að hala. Meðan hún
lifði áhyggjulaus, áður en húð
hennar varð sýningargripur á
safni, var hún 7 fet á hæð.
í auðnum Ástralíu, þar sem
fóður er af skornum skammti
og langt á milli vatnslinda, verð-
ur kengúran að reika um langar
vegalengdir. Þá ferðast hún í
háum löngum stökkum, heldur
að sér framfótunum og höfði
og hala i jafnvægi, hendist á-
fram eins og stálfjöður' i falleg-
um, löngum stökkum, með um
30 mílna hraða á klukkustund.
Hinn keilulagaði, sterki hali er
henni mikill þarfagripur. Hali
fullorðins karldýrs getur orðið
allt að fjórum fetum á lengd
og vegið 10 kiló. Kengúran not-
ar halann sem þriðja fót (hún
notar aidrei framfætur til gangs)
— til stuðnings í kyrrsetu og
sem jafnvægisáhald á ferðalagi.
Þegar kengúran er ekkert að
flýta sér, tekur hún 4 til 5 fet
í stökki og slær halanum leti-
lega til jarðar. En er liún eykur
hraðann, sveiflast halinn fram
og aftur og stökkin verða æ
lengri — upp í 26 fet eða meira,
eftir þvi hvort hún hleypur af
hræðslu eða ekki. Árið 1951
var skráð lengsta stökk, sem
í frásögur hefur verið fært, er
rautt kvendýr var elt á hesti.
Iíún stökk að meðaltali 37 fet
í 10 stökkum og endaði með
glæsilegu 42 feta stökki yfir 8