Úrval - 01.03.1964, Side 126
116
ÚRVAL
var það Jnles Verne, sem þar
sá fram í tímann. Spáði hann
þvi, að gerð yrðu flugtæki i
líkingu við flugdreka, sem
skrúfublöð hæfu á loft og' knú-
in yrðu á sama hátt á fluginu.
Loks komu svo Wright-bræð-
ur til skjalanna árið 1903 •—
og þá hófu vísindareyfarahöfund-
arnir sig heldur en ekki á flug,
og að þessu sinni lögðu þeir
hina raunverulegu uppfinningu
íil grundvallar, þó að þeir væru
ekki lengi að fullkomna hana —
þeim varð það að minnsta kosti
auðveldara en þeim Wright-
bræðrunum. Þeir voru að basla
við að endurbæta hina viðaveiku
tvívængju sína, en flugvélarnar
i vísindareyfurunum urðu sí-
fellt tröllauknari og flugu lengra,
hraðara og hærra. í slcáldsögu
Aldous Huxleys, Brave New
World“, 1932, fljúga háloftsvél-
arnar frá Ameríku til Evrópu á
sex klukkustundum, en i skáld-
sögunní, „Einhvern tíma“, eftir
Robert Herrick, sem kom út
árið 1933, fljúga þær umhverf-
is jörðina á 24 stundum.
Geimferðirnar eru nú loks
orðnar að veruleika, en miðað
við framtakssemi vísindareyfara-
höfundanna hefur þess reynzt
langt að bíða. I sögu Lucians
frá Samosata, „Icaromenippus“,
sem rituð er á annarri öld eftir
Krist, tekur söguhetjan vængi
af stórum fuglum, bindur þá
við arma sér og flýgur til tungls-
ins. Arið 1610 gaf Galileo út
rit sitt, „Sidereus Nunicus“, þar
sem hann lýsir geimnum eins
og hann sá hann gegnum sjón-
auka sinn, og óðara tóku höf-
undarnir stjörnufræðina til með-
ferðar í vísindareyfurum sínum.
Arið 1638 skrifaði Francis
Godwin skáldsögu sína, „Mað-
ur á tunglinu“, þar sem sögu-
hetjan temur gæsir, beitir þeim
fyrir farkost sinn og lætur þær
draga hann til tunglsins. Að
öðru leyti var frásögn hans öll
hin vísindalegasta, að svo miklu
leyti sem við var að búast í þann
tíð — meðal annars lýsti hann
því, hve þyngdaraflið væri lítið
á tunglinu, og var þetta þó öld-
um áður en Newton uppgötvaði
aðdráttarafl jarðar. Næstu tvær
aldirnar eftir að Godwin reit
visindareifara sinn, varð höf-
undunum tíðfarið út i geiminn,
bæði til tunglsins og' annarra
fjarlægari hnatta.
Þegar George Tuclcer reit vís-
indareyfara sinn, „Ferðin til
tunglsins", eða árið 1827, hafði
þekking manna aukizt svo, að
þeim var Ijóst, að ekki yrðu
slíkar geimferðir farnar í opnum
farkosti. Eftir það urðu geim-
ferðatækin alls konar lokaðar
kúlur, afiöng hylki og flaugar.
Á árunum 1920—30 voru það