Úrval - 01.03.1964, Blaðsíða 55
UXGLIXGAR í DÓMARASÆTUM
45
hans refsing. Og' það verður
honum að kenningu.
„Ungmennakviðdómurinn hef-
ur djúp, sálfræðileg áhrif, sem
ef til vill eru þyngst á metun-
um,“ segir Santora dómari.
„Það sviptir burt gerviljóman-
um af þvi að vera slæmur piltur
eða stúlka. Jafnvel verstu götu-
strákarnir hrapa niður i sína
réttu stærð. Ég get haldið yfir
þeim siðferðisprédikanir. Þeir
vita, að ég get dæmt þá á mjög
óskemmtilegt tímabil. Þeir horfa
á mig' með hæðnissvip. En þeir
horfa ekki þannig á ungmenna-
kviðdóminn. Þeir horfa, en svo
gugna þeir. Þetta eru heiðvirð-
ir ungiingar, sem gera þá
sneypta. Það hefur næstum
æfinlega tilætluð áhrif — og' til
frambúðar.“
Hugmyndin um ungmenna-
kviðdóminn breiðist út, ekki að-
eins um Florida, heldur þvert
yfir landið um Ohio til Minne-
sota, Suður Dakota og San Franc-
isco. Dómarar og hópar borgara
æskja nákvæmrar vitneskju um
það hjá Santora dómara, hvern-
ig þessu kerfi sé fyrir komið.
Það rignir yfir hann bréfum og
fyrirspurnum.
„Ég held að það sé heppileg-
ast að taumhaldið á afbrotum
unglinga komi frá unga fólkinu
sjálfu,“ segir dómarinn. „Vér
verðum að veita þeim tækifæri
til þess.“
Ernest Evans segir svo: „Ég
mæli fyrir munn fjölmargra
unglinga — nokkurra hundraða
í minni borg. Allir unglingar eru
taldir þorparar. Við kunnum
þvi illa, og við erum að reyna
að koma til leiðar breytingu á
því.“
XXX
NÝ AÐFERÐ TIL ÞE8S AÐ FINNA OG MÆLA
FRUMEFNAAGNIR.
Fundin hefur verið upp ný aðferð til þess að mæla magn frum-
efnaagna án þess að valda hinum minnstu efnisskemmdum, enda
er mælingaraðferðin ótrúlega nákvæm og næm. Samkvæmt henni
er t. d. hægt að finna og mæla agnir framandi súrefnis í trans-
istor-málmum, þótt magn súrefnisins sé aðeins einn hluti á móti
milljón.
Looking Ahead.
Tilkynning á golfvelli í Kenya: „Varið ykkur á krókódílunum.