Úrval - 01.03.1964, Blaðsíða 131
Offjölgun mannkynsins og
vísindin
Eftir dr. Alvin M. Weinberg,
forstjóra Ríkisrannsóknastofnunarinnar í Oak Ridge.
Nú virðist sem tala jarðarbúa tvöfaldist á hverjum 100 árum,
ef dæma skal eftir íbúatölu þriggja síðustu alda. Ef svipaðri
fjölgun héldi áfram, yrðu þeir orðnir trilljón árið 2982, og árið
6500 myndi samanlagt efnismagn alls þessa iðandi mannhafs verða
jafnt efnismagni sjálfs hnattarins. Vitanlega er þó hugsanlegt,
að úr offjölgun þessari dragi fyrr eða síðar. En ljóst er þó, að
um mikla fjölgun verður að ræða. Kemur þá til kasta vísindanna
að sjá fyrir þörfum hins vaxandi mannfjölda, og er orkuþörfin
þar efst á blaði.
ELZTA vandamálið,
sem steðjar að mann-
kyninu, er núverandi
offjölgun þess, nema
yfirgripsmiklar og
árangursríkar ráðstafanir verði
gerðar.
Fjöldi jarðarbúa tvöfaldast
nú á liverjum 100 árum.
Þannig hefur þetta haldið áfram
nú í um 250 eða 300 ár. Ég
hef reiknað það út, að með þess-
um vaxtarhraða muni verða 2.7
sinnum 1012 (10 í tólfta veldi)
mannverur á jörðinni árið 2962,
eða eftir aðeins tæp þúsund ár.
1012 (10 í tólfta veldi) er trilljón.
Og' árið 3959, aðeins eftir 2000
ár, munu verða 2.7 sinnum 101"
(10 í fimmtánda veldi) mann-
verur á jörðinni.
Og þá verður orðið dálítið
þröngt á þing'i. Og að lokum
hef ég reiknað það út, að árið
6500, eða eftir rúm 4000 ár,
muni samanlagt efnismagn alls
þessa iðandi mannhafs verða
jafnt efnismagni sjálfs hnattar-
ins.
Ég hef ekki haldið útreikn-
ingunum áfram, þannig að ég
gæti komizt að því, hvenær
fjölgunarhraði þessarar iðandi
kasar af mannlegu holdi myndi
H
— Science Digest —
121