Úrval - 01.03.1964, Blaðsíða 147
LÍF THEODORES ROOSEVELTS
137
Hann var yfirleitt í „fullum gangi“.
fram, mun sverð þitt reynast
nógu langt.“ Og þegar hann
rakst aS lokum á skógarbjörn,
beið hann þangað til björninn
var í tæpra níu metra fjarlægð,
og þá fyrst hleypti hann af.
Þessu skoti lýsir hann á eftir-
farandi hátt: „Þessi eina lcúla,
sem ég skaut, hitti bangsa alveg
mitt á milli augnanna. Það var
líkt og' fjarlægðin milli þeirra
hefði verið mæld með tommu-
stokk!“
Þorpið á nautgriparæktar-
svæði þessu hét Medora, og sum-
ir af rustafengnari kúasmölum
og vinnumönnunum, sem þangað
lögðu komur sínar, áttu erfitt
með að meta réttilega þennan
„gleraugnaglám" úr Austurrikj-
unum með hinn geysilega orða-
forða sinn og fágaðan Harvard-
framburð. Eitt sinn var hann að
gefa fyrirskipun í nautasmölun
og hrópaði: „Hraðið ykkur í
skyndi frain á við þarna yfir
frá!“ Þessi fyrirskipun varð
sérstaklega vinsæl á meðal fasta
gesta í kránum í Medora, þegar
þeir voru að panta lögg við
skenkiborðin.
En Roosevelt sýndi, að liann
var maður, sem gat staðið á
eigin fótum hvar sem var. Dag
einn hrópaði drukkinn maður
til hans í krá gistihúss eins;
„Sá fereygði ætlar að splæsa á
mannskapinn!“
Roosevelt sagði ekki aukatek-
ið orð, en settist við borð úti
i horni.
„Þú hefur kannske ekki heyrt,
hvað ég sagði,“ öskraði yfir-
gangsseggurinn. „Ég sagði, að sá
fereygði ætlaði að splæsa!“
Roosevelt stóð upp, lílct og
hann ætlaði að verða við þessum
tilmælum, og síðan sló hann
dónann bylmingshögg á kjálk-
ann. Á leiðinni niður í gólf sló
dóninn hausnum utan í skenki-
borðið. Svo var hann dreginn út