Úrval - 01.03.1964, Blaðsíða 94
84
ÚRVAL
föður sinn. Þeir feðgar létu reisa
jþar kirkju og fengu vígða og
húsuðu þar bæ höfðinglegar en
dæmi voru til þá.
Jón sýslumaður var harðdræg-
ur og lögfylginn og eigi misk-
unnsamur við aumingja. Hann
vildi hefta flakk Bjargar og láta
hana vinna eið að því að setjast
að um kyrrt. Björg kveður og
lætur bölbænirnar hrynja yfir
dómarann i hörðu rími, sem
brimfossar brjóti klettana á
I.átraströnd:
Beiði ég þann, er drýgir dáð
og deyð á hörðum krossi leið,
að sneyða þig af nægt og náð,
ef neyðirðu mig að vinna eið.
En Jón sýslumaður lætur
svipu dómsins riða. Björg kveð-
ur:
Dómarinn Jón, þú dæmir mig,
dómurinn sá er skæður.
Dómarinn sá mun dæma þig,
sem dómunum öllum ræður.
Skömmu síðar tók sýslumaður
krankleika mikinn, meðal ann-
ars óbærilegan fótakulda. Lét
hann jafnan þrjá hunda liggja
ofan á fótum sér i rúminu. Dró
þessi krankleiki hann til bana.
Ýmis óhöpp hölluðu svo fjárhag
hans, að rífa varð kirkju hans
og hinn viðamikla bæ og selja
viði til lúkningar skuldum dán-
arbúsins. En Rauðaskriða varð
eigi lengur valdamannssetur.
Björg var harla stórvaxin og
tröllsleg ásýndum, og fólk not-
aði hana sem Grýlu á börn. Að
því lýtur þessi vísa hennar:
Getið er ég sé Grýlan barna
af guði sköpt i mannaliki.
Á mig starir unginn þarna
eins og tröll á himnaríki.
Aldrei var Björg við karlmann
kennd. En barngóð þótti hún og
hefur kennt sárt til að vera
höfð að barnagrýlu. Björg and-
aðist á vergangi sínum eftir
Móðuharðindin, árið 1785, úti
á Upsaströnd; — útnesjakona frá
vöggu til grafar. Öld Bjargar
var timi mestu eymdar og niður-
lægingar íslenzkrar þjóðar. Út-
nesjakonan Látra-Björg er tilval-
inn fulltrúi þess andlega kraftar
og hughreysti, er bjargaði þjóð-
inni gegnum allar þrengingar.
Á 19. öld hefst stórveldis-
timi Látra, hundrað ára ríki
sömu ættar, þriggja langfeðga,
sem allir voru stórbændur,
skipaeigendur og miklir útgerð-
armenn. Jón Jónsson flyzt að
Látrum 1822. Kona hans var
dóttir Jóhannesar i Grenivík.
Jónas sonur þeirra fer að búa
þar eftir miðja öldina. Hann
virðist hafa verið stórb'rotnast-
ur þeirra Látrabænda. Hann var