Úrval - 01.03.1964, Blaðsíða 168
158
ÚRVAL
hlutleysi og gerði ekkert ti! þess
að vígbúa landið.
Sagan sannaði þó, að Roose-
velt hafði rétt fyrir sér, og það
var að miklu leyti honum að
þakka, að þjóðin gerði sér lolts
grein fyrir ábyrgð sinni. Um
þetta timabil ævi hans skrifaði
vinur hans Elihu Root á þessa
leið: „Hann hafði nú engan bak-
hjarl máli sínu til framdráttar
nema lif sitt, skapstyrk sinn og
mannorð, ákafa sannfæringu
sína. En það var einmitt á þess-
um tíma, að hann náði hámarki
sins dásamlega ævistarfs. Dag
eftir dag talaði hann til þjóð-
arinnar, sem hafði elskað hann.
Og sú hvatning hans þjóðinni til
handa, að hún sýndi lmgrekki
og gætti heiðurs síns, gerði
meira en nokkuð annað til þess
að koma Bandaríkjunum í stríð-
ið, áður en það yrði um seinan.“
T.R. reyndi að stofna sjálf-
boðaliðssveit undir sinni stjórn,
áður en Bandaríkin fóru í stríð-
ið og 200.000 ungir menn gáfu
sig fram, en Wilson kom i veg
fyrir framkvæmdir og gaf i skyn
að T.R. hefði aðeins áhuga fyr-
ir að auglýsa sig. Og Wilson
varð ekki haggað þrátt fyrir
beiðni franska hershöfðingjans
Joffres og Clemenceaus til handa
Wilson um, að Roosevelt fengi
að fara á vígstöðvarnar, en þar
spurðu frönsku hermennirnir i
sífellu: „En hvar er Roosevelt?"
T.R. varð því að láta sér nægja
að fjórir synir hans tækju þátt
í stríðinu, á meðan hann háði
stjórnmálaorrustur á heimavíg-
stöðvunum. Hann sameinaði
Elgstarfsflokkinn aftur republik-
anaflokknum, og í kosningunum
1916 og 1918 hélt hann áfram
að berjast gegn Wilson. Alls stað-
ar skipuðu republikanar sér und-
ir merki hans, og það .var álit-
ið sjálfsagt, að T.R. yrði næsta
forsetaefni floltksins.
Sumarið 1918 bárust Roose-
velt harmafregnir. Flugvél Quen-
tins sonar hans, sem var flug-
maður í bandaríska flugliðinu,
hafði verið skotin niður af Þjóð-
verjum, og hafði hann látið
lifið. T.R. duldi sorg sína að
baki lífsskoðunar þeirrar, er
hann lifði eftir. „Þeir einir, sem
eru ekki hræddir við að deyja,
eru hæfir til þess að lifa,“ skrif-
aði hann í pistli um son sinn,
„og engir þeir eru hæfir til
þess að deyja, sem hafa hörfað
undan gleði og skyldum lífsins.
Við hlaupum með kyndlana, þar
til við föllum, og erum ánægðir,
ef okkur tekst að rétta þá öðrum
þeim, sem einnig hlaupa. Kyndl-
arnir, sem brenna skærast, eru
bornir af hetjunum á vígvellin-
um. Þeir eru kyndilberararnir en
engu síður stúlkurnar, sem misst
iiafa ástmegi sína i blóma lífs-