Úrval - 01.03.1964, Blaðsíða 40
30
ÚRVAL
bruninn stóð yfir í fjóra daga,
og lék þá reykjarmökkurinn í
sífeliu um varpstað arnarins.
Það kom síðan upp úr dúrn-
um, að eggin urðu fúlegg. Ernan
hafði fælzt reykjarstybbuna og
ekki setið á eggjunum, meðan
hennar gætti. Það er sem sé
tekið að eyða erninum bæði
með eldi og eitri.
Stjórn S.D.Í. hefur verið að
vona, að takast mætti að koma
í veg fyrir sinubruna eftir 1.
maí með félagslegum samþykkt-
um og stuðningi allsterks al-
menningsálits. Nú hefur það
sýnt sig svo rækilega sem orðið
getur, að ekki tjóar annað en
fá lögbann til útrýmingar sinu-
bruna eftir að komin er eggtið.
Samt mun það nú komið upp-
úr kafinu, að sinubruni er ekki
annað eins heillaráð til við-
gangs íslenzkum landbúnaði og
trúað hefur verið upp á sið-
kastið, og mun sú skoðun, að
hann sé skaðlegur gróðri, vera
að ryðja sér til rúms hjá for-
vigismönnum íslenzks landbún-
aðar. í Skotlandi hafa verið
rannsökuð visindalega áhrif
sinubrennslu á jarðveg og gróð-
ur, og niðurstöður hafa sýnt,
að sinubrennsla er mjög var-
hugaverð. Þar sem hún hefur
verið framkvæmd að staðaldri,
hafa rannsóknirnar skozku sýnt,
að jarðvegurinn verður snauð-
ur af ýmsum nytsömum næring-
arefnum. Flestir munu hafa hald-
ið, að askan hyrfi niður í svörð-
inn, en hún gerir það yfirleitt
ekki, heldur skolar henni á brott
eða hún fýkur fyrir vindi út
í buskann.
Ef þetta verða almennt viður-
kennd vísindi, mun vart verða
nein fyrirstaða á því, að íslenzk
landbúnaðaryfirvöld fáist til að
leggjja því lið, að sinubruni
verði bannaður eða að minnsta
kosti mjög takmarkaður, þótt
þau hafi ekki fram að þessu
tekið skarið af og gengizt fyrir
þvi til verndar íslenzku fugla-
lífi, að sinubruni yrði bannaður
eftir að varptimi er kominn.
Þorsteinn Einarsson.
NÝR UNDRABÁTUR.
E'inn af hinum nýju „loftpúðabátum“, sem undanfarið hafa
verið gerðar tilraunir með, getur siglt bæði yfir yfirborði vatns-
ins og kafað undir þvi.
Looking Ahead.