Úrval - 01.03.1964, Blaðsíða 41
31
• v
SVONA ER LÍFIÐ
iiBrSJsjMWBwsafc atsi. HH ■ JHBttffi
Hann Geiri var ofan úr sveit,
og nú átti hann að róa fyrstu ver-
tíðina sína. En hann var svo sjó-
veikur, að formaður sagði honum,
að bezt væri að hann væri í landi
og gerði að aflanum.
Næst begar báturinn kom að,
var Geiri mættur í fjörunni. Spurði
formaður, hvernig aðgerðin hefði
gengið.
„Sæmilega," segir hinn, „ég tók
10 og kláraði þá alveg frá, spýtti
skinnin upp, þegar ég var búinn
að flá þá, og svo sveið ég alla
hausana," X
1 gamla daga, ef svo mætti segja,
mætti maður nokkur eitt sinn
ungum pilti og ungri stúlku á ást-
argöngu út í gróf að kvöldi til,
þar sem Dráttarbrautin er nú.
Maðurinn var svolítið glettinn,
stoppaði því hjá þeim og sagði:
— Hvaða ferðalag er á ykkur?
Hvað eruð þið að gera hér?
Þau urðu bæði all vandræðaleg,
þar til pilturinn sagði:
— Hvað við erum að gera? ...
Nú, við erum bara að taka í nefið
bara og svoleiðis bara.
Faxi, Keflavík.
Lögfræðingur Bette Davis kvik-
myndaleikkonu hringdi eitt sinn
í hana til Kaliforníu frá skrif-
stofu sinni í New York. Sagði
hann, að orðrómur gengi nú um
það fjöllunum hærra i New York,
að hún væri steindauð. Þá hló
Bette við og sagði: „Hvílík
heimska! Haldið þið í raun og
veru, að mér dytti í hug að stein-
deyja, á meðan blaðaverkfallið í
New York hefur ekki verið Ieyst?“
Steini gamli var vinnumaður á
stórbýli, þar sem bæði voru kett-
ir og hundar. Var hundinum sér-
lega uppsigað við einn köttinn,
og var sá gamli alltaf vakinn og
sofinn að passa köttinn fyrir hund-
inum.
Nótt eina hrekkur karl upp við
einhver óskapa hljóð, stekkur á
fætur og frarn á nærbuxunum,
en mætir þar húsbóndanum, og
var sá einnig á brókinni. Karl
þrýfur í hann og segir: „Nú eru
hundarnir að drepa köttinn.“
„Nei, Þorsteinn minn,“ segir
bóndi „kona mín er að ála barn.“
R.B.
Karl ein var að tala um hest,
sem hann átti.
„Þetta er bezta hross, þó hann
hafi nú aldrei verið neitt lipur-
menni." R.B.