Úrval - 01.03.1964, Blaðsíða 88
78
ÚRVAL
en ég í æsku. Hann tók mér setn
faðir syni og bauð mér inn á
veitingahús og sagði mér ýmsar
sögur af sjómennsku. Mér er
enn minnisstæður maðurinn.
Hann stendur fyrir mér sem
gömul íslenzk sjóhetja, en í fari
Jians var einnig fyrirmennska
og háttvísi. Slikir voru margir
frændur hans af Grenivíkurætt,
sem gerðu fræga garða sína á
þeim ströndum, sem nú eru í
auðn.
Svínárnes er ekkert höfuðset-
ur lengur, en þó er þar enn gott
bú. Bæjarstæðið er hlýlegt og
gróðurvænlegt nær að líta, en
stórhrikaleg eru fjöllin að bæjar-
baki, og norðan fjarðarins blas-
ir við í útnorður Ólafsfjarðar-
múli og Iivanndalabjarg.
Norður frá Svínárnesi mjókk-
ar jafnt. og þétt láglendisræman
með sjó, en yfir rísa snarbrött
fjöll með hömrum og urðarhlíð-
um og giljum, er teygjast upp á
milli tindanna, sem eru 1000—
1100 metra háir. Fjöll þessi
gnapa beint á móti norðvestri.
Urkoman verður því ógurleg
uppi i þessum tindastóli í norð-
vestanátt, hvort sem vatn er eða
snjór, og veðurhæðin að sama
skapi. En fjaltrisarnir hrinda
frá sér. Niður um gilin falla þrá-
faldlega skriður á sumrum og
snjóflóð á vetrum.
Á láglendisræmunni norður
frá Svinárnesi voru fjórar jarð-
ir fornar, sem allar eru nú i auðn
fallnar, og skal þeirra nú að
nokkru getið.
Steindyr. Frá Svínárnesi sést
norður með sjónum i bæjarrúst-
ir og grænt tún, nálægt hálf-
tíma leið frá bænum. Þetta eru
hinar fornu Steindyr, gömul
jörð, og voru þar með vissu
ágætir bændur og vel fastar ætt-
ir á 19. öld. Steindyr þóttu „fín
heyskaparjörð“ um 1800, en
brigzlað var þó bónda þar um
að vanrækja heyaflann vegna
sjósóknar likt og Ilrafna-Flóka
forðum.
Á Steindyrum bjó Sigfús Þor-
kelsson frá Móðuharðindum og
fram til 1824, og hélzt jörðin
í ætt lians fram yfir 1860. Frá
Sigfúsi á Steindyrum er jnikill
fjöldi mætra manna, þar á með-
al Brettingsstaðaætt á Ftateyjar-
dal. Guðmundur frá Hvammi,
bróðir Gísla á Svinárnesi, gerð-
ist síðan fyrirvinna Guðfinnu
Sigfúsdóttur á Steindyrum og
tók jörðina. Hann varð einn
aftasælasti hákarlaskipstjóri við
Eyjafjörð og eigandi þilskipa,
einn með hæstu gjaldendum
Grýtubakkahrepps á stórveldis-
öld þeirra, þilskipatímanum. En
ekki varð þó ættin þar föst i
ábúð, eftir að Guðmundur fór
þaðan. Jörðin fór í eyði 1930.
Síðasti ábúandi var Sigurður