Úrval - 01.03.1964, Blaðsíða 34
Ymsum kenningum hefur verið visað á bug fyrr og síðar með
orðinu „kerlingabækur". Stundum hefur verið ástæða til
slíks, en oft hefur einnig leynzt sannleikskorn í hinum
svokölluðu „kerlingabókum".
Keríingabækur
Eftir Louis Lasagna, M. D.
ARNALÆKNAR VIÐ
New York háskóla
komust svo um mun-
ar í fréttirnar fyrir
skömmu, er þeir
sýndu fram á, aS alger óþarfi
væri að hita upp mjólkina handa
börnunum og' hægt væri að gefa
þeim hana beint úr ísskápnum.
Enn reyndist gömul „kerlinga-
bók“ mesta fjarstæða. Rannsókn-
ir sýna fram á, að oft eru gaml-
ar kerlingabækur um heilsufar
og heilsufræði byggðar á mik-
illi skynsemi, en oftar en ekki
reynast þær heldur haldlitlar og
oft meira að segja fjarstæðu-
kenndar og fremur til skaða en
góðs.
Ein kerlingabók hefur nýlega
verið ýtarlega rannsökuð, en
það er kenningin um gildi þess
að „leggja sig“. Það er æva
gömul trú manna, að smáblund-
ur eða jafnvel lengri rúmlega
geti læknað alls kyns mein. Vis-
indin eru þessu sammála að
nokkru marki, og talið er mörg-
um sjúklingum hollt að vera ekki
mikið á ferli, ef kvalir fylgja
fótavistinni. En það getur lika
skaðað mjög lieilsuna, ef sjúkl-
ingurinn liggur of lengi — jafn-
vel valdið dauða. Heilsuhraust-
ir ungir sjálfboðaliðar, sem
liggja hreyfingarlausir í gipsi
vilcum saman, verða líkamlegir
vesalingar, þegar þeir stíga úr
gipsinu. Þeir geta ekki staðið
á fótunum án þess að finna
til svima, vöðvar þeirra eru lít-
ils megnugir og beinin vantar
tilfinnanlega kalk.
Það vildi svo vel til, að hin
mikla eftirspurn eftir sjúkra-
rúmum i síðari lieimsstyrjöld-
inni varð til þess, að gerð var
gagnmerlc tilraun: konur voru
látnar stig'a fram úr mjög
snemma eftir barnsburð og
24
N. Y. Times Mag,