Úrval - 01.03.1964, Blaðsíða 46
36
ÚRVAL
fjölda þeirra, og þær breyting-
ar, sein orðið hafa á stofninum,
annaðhvort fyrir loftlagsbreyt-
ingar eða fyrir atbeina manns-
ins. Athugun á beinum manna
— sem einna algengast er að
finnist við uppgröft — hefur og
telcið miklum breytingum. Nú
er það ekki fyrst og fremst alls
konar mæling á beinunum sjálf-
um, sem vísindamennirnir leggja
áherzlu á, heldur það, sem veitt
getur upplýsingar um hve fjöl-
mennur viðkomandi kynþáttur
hefur verið á viðkomandi slóð-
um á vissum tíma, og hver tengsl
hans hafa verið við aðra hópa
eða kynþætti.
| * Mælingar, sem finna má eftir
j meðalstærð samkvæmt beina-
í grind, eru nú fyrir hendi, hvað
nokkra kynþætti snertir, þó að
enn sé mikið starf óunnið á
þvi sviði. Nákvæmari rannsókn,
einkum á höfuðkúpum getur
orðið til að upplýsa betur skyld-
Ieikatengsl hinna ýmsu þjóð-
flokka. Þar sem arfgengni sumra
slíkra einkenna virðist tiltölu-
lega auðsæ, vekur það vonir
um góðan árangur.
Jafnvel þau viðfangsefni, sem
áður hafa um langt skeið verið
fornminjafræðingunum aðal-
rannsóknarefnið — minjarnar
um verklega menningu — fær nú
enn nákvæmari og vísindalegri
meðhöndlun en nokkru sinni.
Rannsókn ýmissa smásjáratriða
í þvi sambandi veitir á ýmsan
hátt algerlega nýjan fróðleik.
FRJÓRANNSÓKNIR.
Þau atriði, sem þannig eru
tekin til rannsóknar, eru þvi mý-
mörg, og verður þeirra ekki get-
ið hér, nema að litlu leyti. í sam-
handi við gróðurrannsóknirnar,
er það einkum frjógreiningin
og tiðni hverrar tegundar, varð-
andi fundi á viðkomandi stöðum.
Auk þess sem frjóin geta veitt
hinar mikilvægustu upplýsingar
í sambandi við aldursákvörðun
bústaðanna, geta þau veitt ef til
vill enn mikilvægari upptýsing'-
ar um umhverfið sjálft á um-
ræddu tímabili.
Þá veita frjórannsóknirnar
ekki síður nákvæmar upplýsing-
ar um það, að hve miklu leyti
maðurinn hafði áhrif á jurtarik-
ið í nágrenni við sig. Ákvörðun
kolaðra viðartegunda og ann-
arra plöntuleifa krefst og ná-
kvæmrar smásjárvinnu. Greining
koiaðra viðartegunda gefur fyr-
irheit um merkilegan árangur.
Viðarkolin varðveitast i hinum
ólíkasta jarðvegi, og geta veitt
traustar upplýsingar varðandi
umhverfið á vissum tímaskeið-
um, þar sem viðurinn hefur vax-
ið í næsta nágrenni við aðseturs-
staðinn. Þau eru að því leyti
til áreiðanlegri en frjóin, að