Úrval - 01.03.1964, Blaðsíða 53
VNGLINGAR í DÓMÁRÁSÆTUM
43
eftil', livaÖ fram i'er,“ sagði rétt-
arþjónn, sem sat næstur mér.
Meðan á yfirheyrzlunni stóð,
varð stúlkunni tíðlitið til ungii
kviðdómendanna. Hún bar fyrir
sig alls konar afsakanir. í kjör-
búðinni hafði hún i ógáti, að
hún sagði, stungið dálitlu af
matvælum ofan i handtöskuna
sína og svo gleymt að horga.
Svipur kviðdómendanna var
eins og höggvinn í stein.
„Þú heldur þvi þá fram, að
þú sért saklaivs?" spurði dóm-
arinn.
Stúlkan leit enn til kviðdóm-
endanna. „Nei herra,“ sagði hún
hæglátlega, „ég er sek.“
„Hvað leggur kviðdómurinn
til?“ spurði dómarinn.
Þau báru saman ráð sín.
„Þriggja daga fangelsi og
greiðsla fyrir varninginn, virðu-
legi dómari,“ tilkynnti liávax-
inn, hnarreistur svertingi.
„Svo skal vera,“ mælti dómar-
inn.
Ungmennakviðdómurinn hef-
ur tekið upp nýja tegund refs-
inga — næturvaktir um helgar
í slysavarðstofu Huval County
læknamiðstöðvarinnar. Þangað
er fært iimlest og deyjandi fólk,
sem lent hefir i bílslysum, slags-
málum með linífum eða öðrum
ofheldisslysum — venjulega at-
að blóði og oft æpandi i angist
og' kvölum. „Það er harkalegt,
ég veit það,“ sagði Evans við
mig, „fyrir ungling að sjá mar-
inn og limlestan líkama eða
sundurtætt tík. En í þvi felst
miklu meiri lærdómur heldur en
i fangavist. Þá sjá þeir al'leið-
ingarnar af því, sem þeir hafa
gert, eða kynnu að liafa gert.
Það hefur aldrei komið fyrir,
að unglingur, sem hefur íengið
slika kennslu, að sjá sjálfur,
liafi gert það sama aftur. Þarna
sjá þeir raunveruleikann og þeir
gleyma þvi aldrei.“
Ein af mörgum áþreifanlegum
sönnunum um þá vizku, sem felst
i þessari afstöðu ungmenna-
kviðdómsins, er sagan um unga
manninn, sem olli alvarlegu
slysi, þegar hann var drukkinn
við stýri. Hann mætti í réttinum
i bláum samfesting, með.h<anga-
skegg og listamannshár, og hafði
hendur í vösum, jafnvel þegar
hann gekk fyrir dómarann.
Dómarinn vissi hvernig kvið-
dómurinn mundi dæma.- Og
hann átti kollgátima. Nætur-
vagt um fjórar helgar i slysa-
varðstofunni, og auk þess svipt-
ing ökuleyfis, var úrskurður
kviðdómsins.
Mánuði síðar mætti þessi
sami ungi maður, klæddur venju-
legum fötum, snyrtilega klipptur
og skegglaus á aðalstöðvum
Æskulýðsráðsins. Evans ætlaði
naumast að trúa því, að þetta