Úrval - 01.03.1964, Blaðsíða 90
80
ÚRVAL
beint Ieið snjóflóðanna heim að
bænum og fjárhúsunum, og hlaut
hér eftir að verða ótryggur hól
staður á Skeri. Þeir fluttust brott
næsta vor, feðgarnir, og jörðin
fór í eyði. En Steingrímur og
Hallur frá Skeri eru þó ekki úr
sögu eyðibyggðanna.
Grímsnes. Norður l'rá Skeri er
örmjó láglendisræma meðfram
sjó undir hrikalegri urðar- og
hamrahlíð. Yzt á láglendisræm-
unni stóð bærinn Grimsnes.
Þetta var talin lítil jörð að land-
kostum, en mikil að sjávargagni,
reka, selveiði og útræði. Slétt-
lent nes gengur fram í sjó, þar
sem bærinn stóð, og varðist
hann því skriðum og snjóflóðum,
en annars var hér allt í voða
vegna snjóflóðanna, þvi að svo
var mjótt undirlendið, að öllu
gátu þau sópað i sjó fram.
Snemma á 19. öld fórust tveir
menn í snjóflóðum skammt frá
Grímsnessbæ með áratugs milli-
bili.
A Grímsnesi var ekki aðeins
gott „heimræði", að því er Jarða-
bók Árna Magnússonar segir,
heldur og mörg „inntökuskip“
vor og haust, oft sex á seytjándu
öld. Vermenn lágu hér við, og
skyldi livert skip gjalda bónda
vænsta fisk úr róðri, þó ekki
nema einn á dag, ef tvihlaðið
var. Þetta ákvæði sýnir, að hér
þótti mikil aflavon og skamm-
sótt, úr því gert var ráð fyrir,
að tvíhlaðinn væri báturinn
stundum á einum degi.
Ágætir sjósóknarmenn voru
löngum á Grímsnesi. Þaðan var
upprunninn Indriði, sem getið
var á Skeri, og bjuggu þar for-
feður lians lengi á 18. öld. Gríms-
nes fór í eyði að fullu 1938.
Síðastur hóndi var Steingrímur
Jónsson, og fluttist hann vestur
fyrir Eyjafjörð.
Látur. Gamall siður er að
kenna sveitir við höfuðból. Við
Eyjafjörð eru meðal annars
Mödrnvalla-pláss, Grundar-pláss,
Kaupangssveit, Sualbarðsströnd
og Höfðahverfi. Höfuðból eru
nér miðsveitis. En á Látraströnd
er höfuðbólið, sem gaf sveit-
inni nafn, á sveitarenda, og er
löng leið um ófærur til hinna
bæjanna.
Norðan við Grimsnes skaga
fram Látrakleifar, ógöngufjall
með sjó. Leiðin um þær seilist
upp i 400 m hæð í brattanum,
einstigi sums staðar, sem ryðja
þarf vegna aurrennslis og grjót-
’nruns á vori hverju. En er norð-
ur úr sjálfum kleifunum kemur,
er sniðskorið niður í urðarhlíð-
ar Eilífsdals. Þetta er eina land-
leiðin innan úr byggðinni að
Látrum, ófær hestum á vetrum
og illfær mönnum. Um Kleifarn-
ar kvað Látra-Björg: