Úrval - 01.03.1964, Blaðsíða 146
136
ÚRVAI.
tamdi hesta og smalaði naut-
um. Bill Sewall vinur hans hjálp-
aði honum til þess að fella tré,
kljúfa holi og byggja 8 herbergja
sveitabæ, sem tilbúinn var þá
um haustið. Og gaf Roosevelt
hænum nafnið Elgshornið.
Næsta vor lagði hann svo af
stað í fyrstu nautasmölunina.
Hann sat i hnakk sinum dag
hvern frá sólaruppkomu til sól-
seturs i heilar sex vikur. Það
var sannkölluð eldskírn. Eitt
sinn fældi þrumuveður hjörðina
niður brattan árbakka alla leið
út í Litlu Missouriána. Roosevelt
reið á harðaspretti til þess að
reyna að komast fram fyrir
forystunautin. Hann hleypti
hestinum út í ána, og tókst hon-
um að komast yfir um. Elting-
arleikurinn við nautin hélt á-
fram allt til dögunar. Þá hafði
þeim loks tekizt að smala naut-
unum saman i hóp að nýju. Og
síðan hófst nýtt dagsstarf, og
var þvi ekki lokið fyrr en
um sólsetur. Roosevelt var
þá búinn að leggja um 40.000
dollara í búið, en það var þriðj-
ungur föðurarfsins. Hann hafði
tvo æfða nautasmala í þjónustu-
sinni, og með þeirri hjálp tók
hann nú til þess að læra naut-
griparækt fyrir alvöru.
Þessar Dakotaauðnir eru
furðulegt land. Inni á milli
gljúfra, fjalla, hæða og hóla eru
grassléttur, þannig að alls ekki
er um gróðurvana svæði að
ræða. Öldum saman höfðu vís-
undahjarðir reikað um beitilönd
þessi. Nú hafði vísundunum
verið næstum útrýmt, og litu
nú margir hýru auga til svæðis-
ins sem tilvalins nautgriparækt-
arhéraðs, er keppt gæti við Tex-
as á þvi sviði. Höfðu þvi ýmsir
lagt leið sina þangað þessi árin
í þessu augnamiði. Þarna voru
engin þægindi og lifsbaráttan
fremur erfið, en Roosevelt var
stórhrifinn af lifi því, sem lifað
var þar.
Roosevelt minnist þessa at-
burðar með þessum orðum: „Þá
var ég búinn að sitja í hnakkn-
um í 40 tíma.“ En svo bætti hann
við orðum þessum, sem lýsa
honum vel: „En ég skipti fimm
sinnum um hest, og það er mik-
il hvíld í því fyrir reiðmann
að fá óþreyttan hest.“
Þegar mestu önnunum var lok-
ið, fór hann í 1000 mílna veiði-
ferð vestur á bóginn i leit að
skógarbjörnum. Roosevelt hafði
ætíð lélega sjón. Öðrum veiði-
mönnum hefði slíkt ef til vill
orðið ærin hindrun, en Roose-
velt snerist þannig við þessum
ágalla sínum, að hann miðaði
bara á veiðidýrin af styttra færi
en aðrir. Hann lýsti þessari
veiðiaðferð sinni með þessum
orðum: „Ef þú sækir nógu langt