Úrval - 01.03.1964, Blaðsíða 165
tAf theodores roosevelts
155
hendur. En því var sannarlega
ekki þannig farið með T.R.
MánuSi eftir að hann stóð upp
úr forsetastólnum, lagði liann af
stað í leiðangur til Afríku á-
samt Iíermit syni sínum. Og sá
leiðangur tók heilt ár. Ætlunin
var ekki aðeins sú, að stunda
villidýraveiðar, heldur að safna
sýnishornum af öllum dýrateg-
undum i austurhluta þessa risa-
stóra meginlands.
Þetta var fyrsta kerfisbundna
tilraunin í stórum stíl, sem gerð
hafði verið til þess að rann-
saka þetta svæði. Því var um að
ræða geysilegan undirbúning
undir förina. Smithsoniannátt-
urugripasafnið sendi þrjá nátt-
úrufræðinga með i ferðina.
Burðarmennirnir voru hvorki
meira né minna en 260 talsins.
Farið var með fjögur tonn af
salti til þess að salta með húð-
ir fíla, vatnahesta og nashyrn-
inga. Flutningskostnaður alls út-
búnaðarins nam 75.000 dollur-
um. Ýmsir styrktu för þessa, t.
d. Andrew Carnegie, og T.R.
stóð straum af einkaútgjöldum
sínum með því að skrifa bókina
„Afrískar veiðislóðir“ (African
Game Trails), sem er enn þann
dag í dag eitt snjallasta sýnis-
sýnishorn ferðalýsinga.
Leiðangursmenn ferðuðust
1500 mílur frá Mombasa á aust-
urströndinni til Fashodu við
Hvítu Níl. T.R. einn skaut 296
dýr, þar á meðal 8 fíla og 9 Ijón,
en náttúrufræðingarnir söfnuðu
yfir 11,000 sýnishornum spen-
dýra, fugla, fiska, skriðdýra og
jurta og öfluðu náttúrugripasafn-
inu geysilegs sýnishornasafns
jurta og dýra. Er þetta enn þann
dag i dag fullkomnasta safn
austur-afrískra dýra og jurta.
Hann kom heim i júní árið
1910, og var honum tekið með
kostum og kynjum i New York.
Brátt tók það að berast T.R.
til eyrna, að Taft forseti hefði
komið á geysimörgum breyting-
um i Washington, og ollu sumar
þeirra ugg og ótta T.R. Hafði
hann m. a. sagt fjölmörgum
gömlum vinum T.R. upp störf-
um og lagt sum stefnumál hans
á hilluna eða jafnvel unnið gegn
þeim.
T.R. varð nú að taka ákvörðun
um, hvaða hlutverk hann skyldi
leika í forsetakosningunum, sem
fram áttu að fara síðar á þessu
ári. Átti hann að styðja sinn
gamla vin Taft eða halda stefnu-
málum sínum til streitu? Hann
svaraði sjálfur þeirri spurningu
með þvi að leggja af stað í
ræðulialdaleiðangur, er hann
kostaði sjálfur. „Ég mun ein-
göngu koma eigin sjónarmiðum
á framfæri í ræðum mínum,
en kem ekki fram sem fulltrúi
flokks,“ sagði hann.