Úrval - 01.03.1964, Blaðsíða 114
104
ÚRVAL
flest fólk, kunna bezt við sig'
í því umhverfi, sem þau hafa
vanizt, forðast dýragarðar nú
orðið, að óska eftir fullorðnum
dj'rum sem náðst hafa úti í nátt-
úrunni. Við viljum helzt fá dýr-
in sem allra yngst, svo að þau
alist upp í dýragarðinum. í
ljónahúsinu okkar í Bronxdýra-
garðinum eru t. d. öll ljón, tígris-
dýr, jagúarar, pardusdýr og
önnur stór kattdýr annaðhvort
fædd þar eða komin þangað
sem „kettlingar“. Sama er að
segja um hús stóru apanna, þar
sem til lnisa eru górillur, órang-
útar, sjimpansar og gibbonar.
Þetta er ekki eins nauðsynlegt,
þegar um er að ræða fugla og
skriðdýr, sem virðast eiga auð-
velt ineð að venjast ófrelsinui
Einstöku önnur dýr koma til
okkar fullþroskuð og kunna
fljótt vel við sig. Fyrir nokkrum
árum náðum við dálitlum hóp
af villtum elgdýrum i Wyoming
og fluttum þau á skipi til New
York. Þeim var sleppt lausum
í stóra girðingu, og að viku
liðinni virtust þau vera alveg
eins og heima hjá sér, og lyftu
ekki einu sinni höfðinu frá því
að bita, jafnvel þótt brunabílar
færu öskrandi fram hjá eftir
nálægri götu.
Satt er það, að einstöku dýra-
tegundir virðast aldrei geta sætt
sig við ófrelsið, en eru á ein-
hvern hátt „villt að eilífu“. Mér
er á móti skapi að hafa úlfa,
nema ef til vill á mjög stóru
afgirtu svæði, því að úlfar vilja
reika víða um. Fílar ferðast
líka um langa vegu; en af ein-
hverjum ástæðum venjast þessar
bráðgreindu skepnur fullkom-
lega lífinu í dýragarðinum,
sníkja hnetur og annaði góðgæti
hjá gestunum, og mundu senni-
lega ekki vilja skipta á því og
lífinu úti í náttúrunni.
Þegar litið er um öxl til lið-
inna ára, er ljóst að viðhorf
mannsins til dýranna hefur
breytzt verulega. Margir gæslu-
menn í dýragörðum á 1‘yrri tím-
um voru mestu ruddamenni. í
dag sýna gæzlumennirnir þeim
dýrum, sem þeim er falið að sjá
um, sanna ástúð og' nærgætni.
Oft leggja gæzlumennirnir fram
aukavinnu i sambandi við fæð-
ingar og vaka nótt eftir nótt,
móðurinni til aðstoðar, og' til
þess að fullvissa sig um að allt
fari vel. Iðulega taka gæzlumenn
miklu ástfóstri við dýrin sin.
Fyrir skömmu neyddumst við
til að láta gamlan fíl frá Afriku,
sem hafði verið hjá okkur í 31
ár, sofna hinum síðasta svefni,
sársaukalaust. Gæzlumaður hans
talaði um skilnaðinn við þenn-
an vin sinn næstum þvi með
tárin í augunum og sagði: „Þetta
var elskulegasti og bezti fill á