Úrval - 01.09.1964, Side 8
6
ÚRVAL
mat, sem hleypti lífi í gráan
heilavef hans og bar eld að
töfraloga þeim, sem nefnist
ímyndunarafl og virðist ekki
geta sprottið upp í neinum dýra-
heila. Segja má, að þessi eigin-
leiki, ímyndunaraflið, hafi rutt
brautina fyrir framþróun manns-
ins æ siðan.
Það má heita einkennilegt,
að sönnunargögn þau, er virtust
benda til þessarar kenningar,
voru hin klunnalegu steinverk-
færi og hið mikla magn brotinna
dýrabeina, sem Leakeyhjónin
fundu í jarðlagi nr. 1, enn frem-
ur tennurnar, sem dregið höfðu
fyrst að sér athygli Mary Leak-
eys. Jaxlarnir voru þeir stærstu,
sem nokkru sinni hafa fundizt
i hauskúpu manna, tvisvar sinn-
um breiðari en okkar, en með
þessum tönnum mylur maðurinn
fæðuna og tyggur hana. En augn-
tennurnar og framtennurnar
(sem rífa og bíta í sundur fæð-
una) voru á hinn bóginn litlar.
Þetta gefur til kynna, að Zinj-
maðurinn hafi aðallega lifað á
grófgerðum gróðri. En leifar
beinanna, sem brotin höfðu ver-
ið til mergjar, gefa til kynna,
að grænmetisát þetta stafaði
fremur af nauðsyn en vali.
Og þá fór tilvist þessara furðu-
legu steinverkfæra snögglega að
skýrast fyrir mönnum. Sum
þeirra voru svo klunnaleg, að
þau litu næstum út sem venju-
legar steinvölur eða steinhellur.
En af þeim virtist mega draga
þrenns konar ályktanir: 1) bein-
in, sem brotin höfðu verið til
mergjar, voru lítil, vegna þess
að hinar óbeittu tennur Zinj-
mannsins gátu ekki nagað í
sundur húð stærri dýra: 2) merg-
agnirnar og kjötleifar, sem Zinj-
maðurinn hafði getað stolið frá
rándýrunum, höfðu orðið til
þess að kveikja hjá honum löng-
un í kjöt; 3) Með þvi að lemja
steinbrúnum saman, komst Zinj-
maðurinn að því, að hann gat
gert ójafna egg, sem var beittari
en tennur hans. ímyndunarafl
hans kom honum til þess að gera
tilraunir með þessa egg. 'Brátt
var hann tekinn til að sarga
sundur dýrahúðir með steinegg
þessari, og þannig fékk hann
aðgang að rikulegri matarbirgð-
um en hann hafði nokkru sinni
áður þekkt.
Dr. Leakey setti þessar hug-
myndir sinar um notkun fyrstu
steinverkfæra Zinjmannsins á
á svið með þeim hætti, sem fræg-
ur hefur orðið. Nokkrum árum
áður hafði hann breytt sér í
„frumstæðan mann“ og reikað
vopnlaus um landið. Honum
tókst að læðast að gasellu,
stökkva á hana og drepa hana
með höndunum einuin saman.
Hann notaði aðeins tennur, negl-