Úrval - 01.09.1964, Page 8

Úrval - 01.09.1964, Page 8
6 ÚRVAL mat, sem hleypti lífi í gráan heilavef hans og bar eld að töfraloga þeim, sem nefnist ímyndunarafl og virðist ekki geta sprottið upp í neinum dýra- heila. Segja má, að þessi eigin- leiki, ímyndunaraflið, hafi rutt brautina fyrir framþróun manns- ins æ siðan. Það má heita einkennilegt, að sönnunargögn þau, er virtust benda til þessarar kenningar, voru hin klunnalegu steinverk- færi og hið mikla magn brotinna dýrabeina, sem Leakeyhjónin fundu í jarðlagi nr. 1, enn frem- ur tennurnar, sem dregið höfðu fyrst að sér athygli Mary Leak- eys. Jaxlarnir voru þeir stærstu, sem nokkru sinni hafa fundizt i hauskúpu manna, tvisvar sinn- um breiðari en okkar, en með þessum tönnum mylur maðurinn fæðuna og tyggur hana. En augn- tennurnar og framtennurnar (sem rífa og bíta í sundur fæð- una) voru á hinn bóginn litlar. Þetta gefur til kynna, að Zinj- maðurinn hafi aðallega lifað á grófgerðum gróðri. En leifar beinanna, sem brotin höfðu ver- ið til mergjar, gefa til kynna, að grænmetisát þetta stafaði fremur af nauðsyn en vali. Og þá fór tilvist þessara furðu- legu steinverkfæra snögglega að skýrast fyrir mönnum. Sum þeirra voru svo klunnaleg, að þau litu næstum út sem venju- legar steinvölur eða steinhellur. En af þeim virtist mega draga þrenns konar ályktanir: 1) bein- in, sem brotin höfðu verið til mergjar, voru lítil, vegna þess að hinar óbeittu tennur Zinj- mannsins gátu ekki nagað í sundur húð stærri dýra: 2) merg- agnirnar og kjötleifar, sem Zinj- maðurinn hafði getað stolið frá rándýrunum, höfðu orðið til þess að kveikja hjá honum löng- un í kjöt; 3) Með þvi að lemja steinbrúnum saman, komst Zinj- maðurinn að því, að hann gat gert ójafna egg, sem var beittari en tennur hans. ímyndunarafl hans kom honum til þess að gera tilraunir með þessa egg. 'Brátt var hann tekinn til að sarga sundur dýrahúðir með steinegg þessari, og þannig fékk hann aðgang að rikulegri matarbirgð- um en hann hafði nokkru sinni áður þekkt. Dr. Leakey setti þessar hug- myndir sinar um notkun fyrstu steinverkfæra Zinjmannsins á á svið með þeim hætti, sem fræg- ur hefur orðið. Nokkrum árum áður hafði hann breytt sér í „frumstæðan mann“ og reikað vopnlaus um landið. Honum tókst að læðast að gasellu, stökkva á hana og drepa hana með höndunum einuin saman. Hann notaði aðeins tennur, negl-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.