Úrval - 01.09.1964, Qupperneq 20
18
ÚRVAL
sýndir grunnlínupunktarnir á-
samt grunnlínunni, ennfremur
iandhelgislínan, sem er 12 míl-
um utar, og yzt 200 metra dýpt-
arlínan, sem þó gengur sum-
staðar inn fyrir báðar hinar
línurnar. Hafflöturinn innan
landheigislinunnar er að flatar-
máli um 75 þúsund ferkílómetr-
ar, en flatarmál íslands ofan
sjávarmáls er 103 þúsund fer-
kilómetrar.
NEÐANSJÁVARLYFTA
Skammt undan Miðjarðarhafsströnd Frakklands getur að líta
„baujurannsóknastofu", en það er bara fínt nafn fyrir sjávar-
lyftu, sem fer niður í sjóinn til Þess að veita vísindamönnum
tækifæri til þess að gera athuganir sínar neðansjávar.
Lyfta þessi tekur aðeins einn mann í einu, og er hún innan i
röri, sem flýtur lóðrétt í sjónum. Rörið er næstum 200 fet á lengd,
smíðað af Haffræðisafni Monaco í samvinnu við Neðansjávar-
rannsóknastofnun Frakklands. Lyftunni var komið fyrir i rörinu
af frönsku systurfyrirtæki Otis Elevator Co. Lyftan gengur 93
feta leið frá yfirbyggingu rörsins, en hún stendur auðvitað upp
úr sjónum, og alla leið niður í fjóra neðansjávarrannsóknaklefa.
Visindamaður, sem fer niður í lyftunni, getur stöðvað lyftuna
við 20 lítil kýraugu á rörinu, sem eru þannig staðsett, að þau eru
í sömu hæð og glugginn á lyftunni. Þak rannsóknarstofunnar efst
á yfirbyggingunni myndar lendingarpall fyrir þyrilvængju, og er
pallurinn 645 ferfet. 1 yfirbyggingunni er aðsetur fyrir 4 vísinda-
menn og aflstöð og vélar, sem stjórna lyftunni.
1 birgðageymslum nálægt neðri enda rörsins eru geymar fyrir
eldsneyti og ferskt vatn. Geysiöflugir kaðlar úr nyloni og
polypropylene mynda legufæri. Það má segja, að þeir festi bauj-
una við sjávarbotninn með akkerum sínum, en stundum er botn-
inn á 8.000 fetum undir rörinu.
Science Digest..
Verið er að gera tilraunir með rafreikniheila, sem getur ann-
azt 100.000 útreikninga á sekúndu og aðeins mun vega 13 Vi pund.
Hann mun geta fjarstýrt geimförum og stjórnað skothríð og
sprengjulosi í orrustu-sprengjuflugvélum. Loolcing Ahead.