Úrval - 01.09.1964, Page 24
22
ÚRVAL
botnfiska, og er nauðsynlegt að
þekkja það til þess að gera sér
grein fyrir ástandi ákveðins
fiskstofns hverju sinni og áhrif-
um veiðanna á hann.
Ýsu- og skarkolastofnarnir hér
við land eru mjög greinileg dæmi
um ofveidda fiskstofna. Á árun-
um 1922 til 1937 féll ýsuveiði
Breta úr 243 vættum í 71 vætt
á 100 togtímum, og á sama
tímabili minnkaði skarkolaveiði
þeirra úr 56 vættum í 18 vættir
á 100 togtímum.
Á striðsárunum fengu íslenzku
fiskstofnarnir mjög óvænta
vernd, en að styrjöldinni lokinni
jókst aftur mjög mikið sóknin
á íslandsmið. Vegna friðunar
stríðsáranna var ýsuafli Breta
árið 1946 358 vættir á 100 tog-
tímum, eða fimmfaldur á við
árið 1937, og skarkolaaflinn var
sama ár 84 vættir, og hafði því
um það bil fimmfaldazt líka.
Þessi dýrð stóð þó ekki lengi,
því að með mjög aukinni sókn
lirakaði þessum stofnum svo
mjög, að árið 1952 var ýsuafli
Breta kominn niður í 169 vættir
og árið 1953 var skarkolaafli
þeirra aðeins 26 vættir á 100
togtímum.
Ef við berum saman tímabil
þau, sem hér hefur verið miðað
við, annars vegar 1922—1937
og hins vegar 1946—1957, þá
kemur í ljós, að á fyrra tímabil-
inu hrakaði ýsuveiðinni um ca.
10 vættir á togtima á ári, en á
seinna tímabilinu hrakaði lienni
um ca. 27 vættir á togtíma ár-
lega, eða 2,7 sinnum meira.
Á sama hátt hrakaði skarkola-
veiðinni um 2.4 vættir á tog-
tíma á ári á fyrra tímabilinu,
en um 7 vættir á togtíma árlega
síðara tímabilið, eða tæplega
þrisvar sinnum meira.
Það er þvi greinilegt, að hin
síaukna sókn eftirstriðsáranna
hafði mikil áhrif á þessa stofna,
og var sú þróun fiskveiðanna,
sem hér hefur verið lauslega
getið, mikilvægt atriði í öllum
umræðum okkar um landhelgis-
málið og nauðsynina á aukinni
vernd þesara tegunda.
Það er vitaskuld margt fleira,
sem vita verður um stofninn
en aflamagn það, sem hann gefur
af sér á ákveðna sóknareiningu,
ef meta skal ástand hans og
framtíðarhorfur. Það er t. d.
nauðsynlegt að þekkja sem bezt
aldursdreifingu og lengdarein-
ingu stofnsins, bæði hins ó-
þroska og kynþroska hluta hans.
Miklar sveiflur í stærð fiskstofna
eru af eðlilegum orsökum, eins
og t. d. missterkum árgöngum,
og eru þær sveiflur vel þekktar
hjá ýmsum nytjafiskum okkar,
bæði flatfiskum, þorski og síld.
Allverulegar sveiflur í aflamagni
geta einnig orsakazt af breyti-